Heim Ýmislegt Er snjallsjónvarpið að hlusta á þig? #privacy

Er snjallsjónvarpið að hlusta á þig? #privacy

eftir Jón Ólafsson

Eins og sagt var frá hér á Lappari.com þá geta notendur Samsung Smart TV átt von á auglýsingum frá Pepsí, Yahoo eða öðrum reglulega þegar horft er á sjónvarpið. Þetta er líklega það sem koma skal og drifkraftur IoT tækniframfara enda gríðarlegar tekjur að hafa uppúr auglýsingum. Þó svo að Samsung segi að “þessi galli” hafi verið lagaður þá biðjast þeir ekki afsökunar og segja ekki að auglýsingar muni/eigi ekki að birtast í snjalltækjum.

Fyrir skemmstu kom upp annað mál tengdu Smart TV sjónvarpstækjum frá Samsung en í stuttu máli þá gefa notendaskilmálar (EULA sem fæstir lesa) Samsung rétt til þess að senda það sem sjónvarpið heyrir til þriðja aðila.

 

Mynd: thestar.com

Mynd: thestar.com

 

Áður en við setjum upp álhattinn þá má ekki gleyma að Voice Recognition þarf að vera virkt og tel ég líklegt að sjónvarpið þurfi að vera stillt á “Continuous Listening” til þess að allt sem heyrist fari til 3rd parties.

Hljóðneminn í sjónvarpinu er sem sagt mögulega virkur í sjónvarpinu þín til þess að sjónvarpið geti hlustað á og sent það sem það heyrir til þriðja aðila og það að sögn Samsung m.a. til þess að bæta virkni raddgreiningarinnar.

Þú last þetta rétt…  Virkur til þess að hlusta á og senda orð/samtöl til þriðja aðila til þess að bæta virknina en þetta er það sama og ég sá þegar ég setti upp Samsung síma fyrir skemmstu. Þá stóð að allt sem ég skrifa á Samsung lyklaboðið verði sent “eitthvað” til þess að bæta virkni lyklaborðsins #MindBlown

 

Samsung hafa vitanlega brugðist við þessum fréttum og hvort sem þýðingin yfir á ensku hafi verið svona léleg eða Samsung hafi einfaldlega ruglast í upprunalegu EULA þá er þetta uppfærð og töluvert skýrari Privicy Policy sem fyrirtækið sendi TheVerge.

Mynd: TheVerge

Mynd: TheVerge

Samkvæmt Samsung þá er sem sagt sjónvarpið ekki alltaf að hlusta á notendur

 

 

Hver fær þær upplýsingar sem sjónvarpið hlustar sannarlega á?

Samkvæmt Privacy Policy sem ég fann á heimasíðu Samsung þá geta upplýsingar um þig sem legið ansi víða.

Tekuð úr Privacy Policy Samsung

Tekuð úr Privacy Policy Samsung

 

Þetta eru sem sagt upplýsingar úr privacy policy sem ligga á heimasíðu Samsung (12.02.2015) en það er líklega einfalt að taka hvaða fyrirtæki sem er undir þessa regnhlíf.

 

Samkvæmt Samsung þá er það sem sagt ofsagt að Smart TV frá Samsung séu alltaf að hlusta á notendur en við sem notendur verðum að hafa í huga að allt sem sjónvarpið heyrir getur legið á netþjónum hjá hinum ýmsu fyrirtækjum eða stofnunum útum allan heim.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira