Heim MicrosoftWindows 8 Vantar þig Windows 8.1 Pro ISO?

Vantar þig Windows 8.1 Pro ISO?

eftir Jón Ólafsson

Notendur hafa oft þurft að hoppa í gegnum alls konar gildrur til þess að sækja sér Windows ISO beint frá Microsoft, sumir hafa meira að segja notað ISO af Torrent síðum sem er vægast sagt mjög varasamt. Það er og hefur alltaf verið leyfilegt að sækja sér ISO því með leyfislykli sem er oftast límdur néðan á tölvur þá er hægt að setja stýrikerfið upp aftur með ISO skrá.

Microsoft bjóða nú uppá tól sem heitir því skemmtilega nafni Windows Installation Media Creation Tool en með því er einfalt að sækja sér það ISO sem sem vantar.

Í stuttu máli þá er það gert svona:

 

Númer eitt

Farðu á þessa síðu og smelltu á Create Media takkann til að sækja þetta tól en þetta niðurhal er um 2 MB að stærð

 

Númer tvö

Startaðu Windows Installation Media Creation Tool með því að tvísmeella á tólið sem þú varst að sækja en þá sérðu þennan glugga.

Mynd tekin af intowindows.com

Mynd tekin af intowindows.com

 

Númer þrjú

Veldu tungumál, útgáfu af Windows og síðan x64 eða x86 útgáfu af Windows

 

Númer fjögur

Hér getur þú valið að hlaða völdu stýrikerfi beint á USB disk eða sækja Windows 8.1 sem ISO. Það er síðan einfalt að búa til USB disk úr þessu ISO með þessum leiðbeiningum.

Mynd tekin af intowindows.com

Mynd tekin af intowindows.com

Ef þú velur USB drif þá þarfu að skilgreina hvaða drif í næsta skrefi, annars þarftu að skilgreina hvar þú vilt vista skánna.

 

Skref 5

Niðurhalið getur tekið dágóða stund og fer eftir því hversu hröð internettenging þín er.

Mynd tekin af intowindows.com

Mynd tekin af intowindows.com

 

Þetta er mjög þægilegt og einfalt kerfi en með þessu þá er hægt að eiga uppfærða Windows 8.1 ISO skrá sem sparar tíma við uppsetningu og uppfærslur

 

Heimild: IntoWindows.com

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira