Heim Föstudagsviðtalið Margrét Tryggvadóttir

Margrét Tryggvadóttir

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 57 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”,  harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælandi okkar er merkileg kona sem flestir ættu að þekkja til en þetta er hún Margrét Tryggvadóttir fyrrverandi alþingismaður.

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heitir Margrét Tryggvadóttir og er bókmenntafræðingur úr Kópavogi og bý þar enn.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Síðustu árin var ég stjórnmálamaður, var þingmaður fyrir Borgarahreyfinguna og svo Hreyfinguna en þar á undan starfaði ég sem ritstjóri, þýðandi, rithöfundur og textagerðarmaður. Núna er ég komin aftur í þann pakka auk þess sem ég er að gefa út bók sem ég skrifaði um reynslu mína á þingi. Hún heitir Útistöður og ég er með hópfjármögnun á Karolinafund.com til að koma bókinni í prentun.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Ég byrja daginn alltaf á að hreyfa mig, annað hvort tek ég Boot Camp tíma eða ég fer út með hundinn minn. Stundum hjóla ég líka í vinnuna. Svo tekur við streðið á skrifstofunni. Það fer eftir verkefnastöðunni og veðrinu hvað það stendur lengi. Svo fer ég heim og elda góðan mat og er með fólkinu mínu.

 

Lífsmottó?

Að vera breytingin sem ég vil sjá í heiminum.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Ég er út Kópavogi þar sem pönkið var sterkt og svo Skólahljómsveit Kópavogs. Erpur Eyvindarson er líka út Kópavogi og mér finnst hann alltaf skemmtilegur.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni? (Win-Osx-Linux)

Mavericks
OS X 10.9.2

 

Hvaða tölva er best í geimi og afhverju?

Örugglega einhver tölva hjá NASA. Ég nota MacBook Pro. Ég átti vél í fyrstu sendingunni sem kom til landsins og hún dugði alveg ótrúlega lengi. Hún var enn í fullu fjöri þegar ég keypti nýja. Kassinn á hinni var allur dældaður eftir að hafa dottið af hjólinu mínu oftar en nokkurri tölvu er hollt og það vantaði nokkrar skrúfur þegar ég ákvað að leggja henni og fá mér nýja.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Iphone 4S

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Mesti kosturinn er að hann getur allt, ég hef allar upplýsingar við höndina alltaf og svo er hann með fínu upptökutæki sem ég nota þegar ég er að taka viðtöl við fólk sem ég geri töluvert af og góðri myndavél.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Hvað ég er háð honum.

 

Í hvað notar þú símann mest? (top 5 listinn)

Netið, tölvupóstinn, myndavélina, klukkuna, facebook … símtækið sjálft er svo einhvers staðar aftar í röðinni.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Fyrsta gemsann fékk ég 1998. Hann var eins og stór, þráðlaus sími og með smá loftneti. Það var hægt að hringja úr honum og batteríið dugði í einn dag. Man ekki hvað tegundin hét.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Held Iphone 5c en ég er alveg sátt. Nokia Lumia 930 er líka flottur en mér líður alltaf best í apple umhverfinu.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Ég er ekkert sérlega dugleg að fylgjast með en leita oft ráða á spjallborðum ef ég lendi í einhverjum vanda. Oft les ég líka um ný öpp þar sem slika umfjöllun er að finna og verð mér út um þau í kjölfarið.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Ástin sigrar!

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira