Heim MicrosoftWindows Mobile HTC One (m8) með Windows Phone

HTC One (m8) með Windows Phone

eftir Jón Ólafsson

Það hefur verið órðrómur á kreiki sem virðist nú loksins vera staðfestur, HTC er að koma með nýtt símtæki sem mun keyra á Windows Phone 8.1.

HTC One (m8) kemur til með að vera með sama útliti og Android félagi sinn sem við fjölluðum um hér en það er eitt fallegast símtæki sem ég hef handleikið. Eina sem spillti fyrir honum var stýrikerfið sjálft  (djók).

 

htcone_7

 

 

Það hefur svo sem ekkert verið tilkynnt opinberlega ennþá en það þarf ekki annað en að smella á þessan tengill á heimasíðu Verizon til að sjá myndina af honum. WP Central hefur sagt að símtæki sem mun heita “One (M8) for Windows” muni koma í sölu hjá Verizon 21.08 og virðist þessi mynd renna stoðum undir þá frétt.

TheVerge leitaði eftir svörum frá HTC en þeir viltu ekki gefa neitt útá þetta mál en fram hefur komið að HTC hefur boðað til fréttamannafundar 19.08 og má telja líklegt að við fréttum eitthvað af þessu máli þar.

 

Heimildir: TheVerge, WP Central, Verizon

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira