Heim MicrosoftWindows Mobile Snapchat fyrir Windows Phone.

Snapchat fyrir Windows Phone.

eftir Gestapenni

Eins og fram kom hjá Joe Belfiore yfirmanni Windows Phone deildar Microsoft þegar hann svaraði spurningum á reddit.com föstudaginn var þá er Microsoft í viðræðum við eigendur Snapchat um að fá „official snapchat app“ fyrir Windows Phone.

Nú þegar eru Windows Phone notendur með svokallað „snapchat client“ sem kallast 6snap og gefur það okkur aðgengi að Snapchat servernum. Samkvæmt upplýsingum okkar þá hefur Snapchat ekki viljað koma með Snapchat fyrir Windows Phone hingað til vegna þess að stýrikerfið getur ekki látið sendanda skilaboða vita þegar viðtakandi mynda tekur skjáskot af skilaboðum. Hvort þetta sé ástæðan eða ekki þá virðist vera að rofa til í þessum málum sem gleður örugglega Windows Phone notendur.

 

Einnig ræddi Belfiore um að vera í 3 sæti getur oft reynst erfitt til þess að fá vinsælustu og nýjustu öppinn. En markmið Microsoft er að í nánari framtíð munum við fá þessi öpp á sama tíma og Iphone og Android.

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira