Heim Föstudagsviðtalið Sigurður Ingi Steindórsson

Sigurður Ingi Steindórsson

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 47 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”,  harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælanda minn rekst ég reglulega á í vinnu minni en þetta er mikill snillingur á sínu sviði. Hann heitir Sigurður Ingi og er tæknimaður hjá Nýherja Akureyri. Hann er eins og margir Nýherja menn á Akureyri mikill krúllu maður og veit ég ekki betur en að hann sé Íslandsmeistari með liði sínu Mammútum en það er önnur saga.

Ég kann vel að meta valið hans Sigurðar á myndinni hér að ofan en þarna sést ég troða mér inn á myndina hjá honum en hún var tekinn fyrir skemmstu á Nýherja ráðstefnu sem haldin var í Hofi á Akureyri. En án þess að draga þetta mikið lengur þá kynni ég til sögunar Sigurð Inga….

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég heiti Sigurður Ingi Steindórsson og er fæddur 15 nóvember árið 1979. Ég er frá frábærum stað sem kallast Hauganes og situr við Eyjafjörðinn.  Ég bý núna á Akureyri en passaði mig á því að búa eins nálægt Hauganesi og 603 nær.

 

Við hvað starfar þú í dag?

Ég starfa sem tæknimaður/kerfisstjóri hjá Nýherja á Akureyri.  Þar sinni ég aðallega þeirri snilldar lausn Rent a Prent, bæði vélbúnaði og hugbúnaði.

 

Hvernig er venulegur dagur hjá þér?

Byrja yfirleitt á því að koma krökkunum í skólann fyrir kl. 8:00. Kem mér þá í vinnuna. Sinni öllu sem kemst fyrir á milli 8:00 og 16:00 og rúmlega það. Misjafnt hvort ég  flakka um bæinn á milli fyrirtækja eða vinn fjartengdur.  Svo eftir vinnu þá tekur heimilislífið við með öllum sínum mikilfengleika.

 

Lífsmottó?

Ég á svo sem ekkert mottó. En bjartsýni á vel við mig.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Hljómsveitin Bylting. Þeir voru ábyggilega 5

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?  (Win-Osx-Linux)

Ég nota windows 7

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Samsung Galaxy Duos

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Helsti og eini kostur hans er að vera dual sim

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Mjög lengi að hugsa.. síminn sko

 

Í hvað notar þú símann mest?

Vekjaraklukka
Tölvupóstur
Hringja/sms
Internet vafr
Twitter (til að fylgjast með Liverpool og Trausta frænda)

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Fyrsti síminn minn var Nokia 3110 sem kom í sölu árið 1997

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Af þeim sem eru á markaði núna myndi ég fá mér Samsung S5

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Fylgist aðallega með síðum sem snúa að vinnunni. NT-ware, IBM og álíka en kíki svo inn á techspot, Lapparann og fleira þegar mig þyrstir í slúður.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

20. ágúst er besti dagur ársins.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira