Heim ÝmislegtRitstjóri Umfjöllun um ótakmarkaðar leiðir símafyrirtækja

Umfjöllun um ótakmarkaðar leiðir símafyrirtækja

eftir Ritstjórn

Það hafa þó nokkrir fjallað um nýju áskriftarleiðir símafyrirtækjana, vegna þess ákvað ég að sleppa því og taka frekar saman í töflu verðsamanburð á þessum nýju leiðum. Það má lesa þessa samantekt hér.

Ég hef samt verið að lesa þær betur yfir í morgun og finnst mér niðurstöður þeirra vera rangar eða í besta falli villandi. Sem dæmi þá var ég að lesa umfjöllun um þetta á RÚV og segja má að fyrirsögnin sé lýsandi fyrir niðurstöðu miðlanna:  “Gagnamagn verður umtalsvert dýrara en áður”.

 

Ég vill meina að þetta sé ekki stóra málið, niðurstaðan er fleiri valkostir og mun ódýrari launir fyrir stórnotendur.

  • Símafyrirtækin eru mér að vitandi ekki að “skipta yfir í” þessar leiðir
  • Þetta eru nýjar áskriftir og koma EKKI í staðinn fyrir eldri áskriftaleiðir.
  • Eldri áskriftleiðir sem henta þeim sem þurfa ekki ótakmörkuð símtöl og SMS eru enn til staðar.
  • Þannig geta notendur sem hringja lítið en þurfa mikið gagnamagn valið sér leið sem er ódýrari og hentar betur.

Ég veit að þessi leið hentaði vel fyrir marga notendur hjá þeim fyrirtækjum sem ég sinni og mun spara þeim umtalsverðan kostnað. Vegna þessa skil ég ekki hvernig hægt er að setja þetta upp á svona neikvæðan hátt. Þetta eru nýjar áskriftarleiðir sem geta hentað frábærlega fyrir þá sem nota símann mikið í símtöl og SMS….  þú veist þessa grunnvirkni símanns.

 

Einnig eru allavega tvær fullyrðingar sem hafa smitast yfir í umfjöllun hjá RÚV sem standast ekki nánari skoðum.

Minni pakkarnir eru hagkvæmari hjá Vodafone en Símanum

Þessi niðurstaða stenst enga skoðun þar sem 500 MB kostar það sama og notendur fá 3 GB hjá Símanum fyrir 8.990 meðan þeir fá 2.5 GB hjá Vodafone.

 

Tal er með flestar þjónustuleiðir í boði

Tal virðist vera með eina þjónustuleið sem er 250 MB á 5.990 og síðan er hægt að kaupa viðbótar gagnamagn eins og hjá öllum öðrum.

 

Niðurstaða

Ég er alls ekki að segja að þessar nýju áskriftleiðir séu betri/ódýrari en eitthvað annað enda velja notendur sér þjónustuaðila út frá mismunandi forsendum. Ég vildi bara fjalla um þetta þar sem þetta er sett fram frekar neikvætt upp en það virðist vera byggt á misskilningi þar sem stórnotendur geta sparað töluverðar fjárhæðir með þessum leiðum.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira