Heim MicrosoftWindows Mobile Íslendingur tekur þátt í ljósmyndaverkefni

Íslendingur tekur þátt í ljósmyndaverkefni

eftir Jón Ólafsson

Nokia eru með nokkur ansi sniðugt verkefni í gangi þessa dagana og eitt þeirra er að fjalla um og kynna Windows Phone notendur með ljósmyndadellu á blogginu sínu. Í þessu verkefni taka þeir fyrir einstaklinga sem eru Nokia Lumia síma og taka mikið af fallegum myndum og deila þeim á samfélagsmiðla eins og Instagram.

Síðasta miðvikudag birtust myndir eftir Íslending sem heitir Tomasz Þór Veruson og eru þær þá birtar ásamt umfjöllun og viðtali á Nokia blogginu og bendi ég öllum á að fara þangað til sjá fleiri myndir. Tomasz segir meðal annars að hann sé núna með Lumia 1020 og að þessar myndir séu teknar með honum en áður var hann með Lumia 925 og þar áður Lumia 920.

 

tomasz_1

tomasz_2

tomasz_3

tomasz_4

 

Tomasz á vitanlega heiðurinn af öllum þessum myndum og eru þær birtar hér með hans samþyggi og ber ég honum þakkir fyrir það.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira