Heim ÝmislegtRitstjóri Surface 2 og Surface Pro 2 uppseldar

Surface 2 og Surface Pro 2 uppseldar

eftir Jón Ólafsson

Svo virðist vera að nýju Surface vélarnar frá tæknirisanum Microsoft séu að selja vel. Samkvæmt frétt á Mashable þá er Surface 2 sem fjallað er um hér og Surface Pro 2 sem er efst á jólagjafalistanum okkar uppselt víðsvegar og virðist ekki vera um hefðbundið markaðstrix að ræða.

Oft stýra framleiðendur framboði á vörunni til þess að hún virðist vera vinsælli en ella en fréttamaður Mashable hringdi í nokkrar stórverslanir til að athuga hvernig staðan sé.

 • Surface.com – verslun Microsoft
  Surface 2 uppseld í öllum stærðum
  Surface Pro 2 uppseld í öllum stærðum
 • Walmart
  Surface 2 uppseld í öllum stærðum
  Surface Pro 2 uppseld í öllum stærðum
 • Best Buy
  Surface 2 uppseld í öllum stærðum
  Surface Pro 2 uppseld í öllum stærðum

Samkvæmt heimasíðu ætti hún að vera til í einhverjum verslunum en fréttamaður hringdi í Best Buy verslanir í New York, Portland, Oregon Austin (Texas) og allsstaðar var sama sagan. Hvorug vélin var til í neinni stærð.

Fyrsta sem mig grunaði var að Microsoft hefði einfaldlega framleitt mjög fáar vélar vegna þess hversu illa Surface 1 seldist í upphafi en svo virðist ekki vera. Samkvæmt sölumanni þá eru vélarnar bara mjög vinsælar (extremely popular).

Heimild og mynd:  Mashable

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira