Við höfum verið með Sony Xperia Z1 frá Nýherja í prófunum síðustu vikurnar og mig langar aðeins að fjalla um skjáinn á honum.

Þó svo að ég sé mjög ánægður með skjáinn sjálfan, upplausn, myndgæði, skýrleika og annað sem maður prófar þá er eitt sem pirrar mig lítillega við hann. Viewing angle, sem líklega mundi íslenskast sem áhorfshorn en með því er átt við hversu skýr skjárinn er ef notandi horfir ekki beint á skjáinn heldur aðeins á hlið.

Ég tók samanburðar myndband þar sem Sony Xperia Z1, Nokia Lumia 925 og iPhone 5 voru bornir saman. Allir eru þeir liggjandi á sama fleti og með birtu á hæsta styrk. Ég biðst fyrirfram afsökunar á gæðum á þessu myndbandi en myndavélin var aðeins að stríða mér og ég hefði ekki mikinn tíma í þetta heldur (væl)

 

Lagið sem hljómar undir er hið stórbrotna lag Líf sem tekið er af samnefndri plötu. Sú plata er einmitt fyrsta sólóplata Stefán Hilmarssonar og kom út árið 1993.

 

 

Fyrir marga skiptir þetta líklega engu máli en ég er oft með símann á skrifborðinu hjá mér, les pósta, tíst eða kíki á Instagram án þess að taka símann upp. Þess vegna skiptir mig máli að skjáinn haldi skýrleika og sé vel lesanlegur þó svo að ég taki hann ekki upp til að horfa beint á hann.

 

Hér er annað myndband um sambærilegt efni

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir