Heim MicrosoftWindows Mobile Uppfært Twitter app

Uppfært Twitter app

eftir Jón Ólafsson

Twitter var nú fyrir skemmstu að uppfæra Twitter appið sitt fyrir Windows Phone. Þetta er nokkuð stór uppfærsla með nýju build númeri en núna heitir það Twitter 3.0

Ég hef notað Twitter appið frá því það kom fyrst út en þar áður var það Rowi eða Mehdoh. Núna er loksins hægt að velja svart þema sem ég saknaði frá Rowi en mér þykir mun þæginlegra að lesa stuttan hvítan texta á svörtum bakrunni hver svo sem ástæðan er fyrir því,

 

twitter3

 

Helstu breytingar eru:

  •  Getur valið uppáhalds tístara (favorite) og fengið tilkynningu þegar þeir tísta.
  • Getur valið ljóst eða dökkt þema eins og fyrr segir.
  • Getur pinnað leitarorð á heimaskjá til að komast hratt í ákveðin leitarorð eins og t.d.  #12stig
  • Leitin (search and discovery) er endurbætt
  • Getur látið appið þýða tíst yfir á 13 töngumál   (ekki íslensku)
  • Núna er komið Twitter læsiskjár (lockscreen) sem birtir áhugaverð tíst á læsiskjá.

 

Hér getur þú sótt appið.

Mynd fengin af TNW

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira