Nokia hafa staðið mjög framarlega ef ekki fremstir þegar kemur að myndavélum á snjallsímum. Ber þar helst að nefna símtæki eins og Lumia 920, Lumia 925, Lumia 1020 og núna síðast tryllitækið Lumia 1520 sem kynntur var í morgun á viðburði Nokia í Abu Dhabi.

Nokia tilkynntu margt sem gleður ljósmyndaranördinn í okkur eins og t.d. nýtt Nokia Camera app og StoryTeller. Samkvæmt TheVerge þá tilkynntu Nokia einnig um RAW stuðning fyrir Lumia 1020 og Lumia 1520.

Einnig tilkynntu þeir um Refocus app fyrir alla Pureview síma (920, 925, 1020, 1520) en það er er fídus sem býður notenda meðal annars uppá að laga focus á myndum eftir að hún er tekin.

Hægt er að lesa meira um Refocus appið á TheVerge ásamt því að sjá skemmtilegt myndband sem sýnir virknina ágætlega.

 

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir