Heim MicrosoftWindows 8 Kjarninn & Skástrik

Kjarninn & Skástrik

eftir Jón Ólafsson

Skástrik og Kjarninn eru tveir nýir Íslenskir miðlar sem eru að koma á nokkuð mettaðann fjölmiðlamarkað, mettaður en að mínu mati frekar einsleitur og ber því að fagna nýliðum. Eitt af meginmarkmiðum miðlana umfram að skrifa fréttir ætti að vera að gera notendum auðvelt með að nálgast efnið og ætla ég aðeins að skoða hvernig þeir leysa þetta fyrir Windows notendur eins og venjan er á þessu bloggi.

Nútíma notendur vilja hafa aðgang að fréttamiðlum með ýmsum snjalltækjum eins og símum, spjaldtölvum, blendingum eða venjulegum tölvum.

Kjarninn

Kjarninn er með mjög flott app fyrir iPad og iPhone, aðrir notast við PDF útgáfu sem er reyndar vel unnin.

Windows Phone
Það er hellingur af ókeypis PDF öppum fyrir Windows Phone eins t.d.  PDF Reader og Adobe Reader sem geta lesið Kjarnann.

Windows 8 / RT
Windows 8/RT verður í dag að notast við PDF en hægt er að nota venjulegt PDF forrit í öllum Windows 8 vélum eða nota t.d. Adobe Reader Touch sem virkar á allar Windows 8 vélar ásamt því að virka flott í spjaldtölvum sem nota Windows 8 RT.

 

Ég veit ekki hver áætlunin er á Kjarnanum en vona að þeir komi með Responsive vef sem tæki og tölvur gætu notað. Reyndar þætti mér enn flottara ef Kjarninn kæmi með app sem verður aðgengilegt í Windows Store því appið væri hægt að nota á öllum Windows 8/RT vélum alveg sama hvort það eru borð-, fartölvur, spjaldtölvur eins og Surface RT eða blendingar eins og Surface Pro eða Acer Iconia.

En ef þú ert einn af mörgum sem átt ekki iTæki þá er einfalt er að opna vefinn í tölvunni/tækinu þínu og smella á “Lestu Kjarnann á netinu” til að opna nýjasta PDF. Ég reyndar opnaði kjarnann í tölvu, smellti á Blaðahilla og skráði netfangið mitt til að fá tilkynningu þegar það kemur nýtt blað en þá er einfallt að opna PDF´ið beint af tækinu.

 

Skástrik

Skástrik er með aðra nálgun en þeir eru með flott iPad app (sama og Kjarninn), Android app og gefa síðan út á stöðluðum ebókar formi (epub og mobi) ásamt því að bjóða uppá hljóðbókarform (MP3).  Til viðbótar verða þeir með Responsive vef sem þýðir að vefurinn skalar sig á öll tæki, allt frá stórum borðtölvur og niður á minnstu tæki (síma og spjaldtölvur).

Windows Phone
Vefurinn ætti að virka mjög vel ásamt því að WP7/WP8 ættu að geta nýtt sér hljóðbókar- eða ebókarútgáfu. Það er hellingur af ókeypis ebókar öppum fyrir Windows Phone pg prófaði ég OverdriveFreda og Bookviser og virkuðu þau vel og gátu opnað ebókarform Skástriks.

Windows 8 / RT
Windows 8/RT getur notað vefútgáfu, hljóðbækur eða ebókar öpp fyrir Windows 8 og RT sem fáanleg eru (ókeypis) í Windows Store. Það er hellingur af öppum í Windows Store sem geta lesið ókeypis ebækur. Ég nota yfirleitt Overdrive sjálfur á fartölvu og spjaldtölvunni og ætti það að virka líka ef það þarf að nota auðkenni (með DRM) eins og sýnt er í þessum pistli.

 

Fyrir notendur þá skiptir vitanlega innihaldið öllu máli en ef við skoðum bara aðgengi að þessum miðlum þá er virðist aðgengi að Skástrik vera einfaldara og fyrir miklu stærri markhóp eins og staðan er í dag. Kjarninn hefur gefið út að þeir muni gera Android app en ekkert hefur verið staðfest með vef eða app fyrir Windows 8 eða Windows Phone.

Vonandi hafa þessir miðlar það í huga að nýar tölvur (borð- og fartölvur) eru seldar með Windows 8 ásamt því að margir hafa uppfært gömlu tölvurnar sýnar í Windows 8 og því ekki óvittlaust að huga betur að þessum notendum.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira