Samsung er einn farsælasti farsíma og spjaldtölvu framleiðandinn á markaðnum í dag og hefur notið gríðalegrar velgengi með Galaxy línunni sinni. Mér virðast samt enginn takmörk vera fyrir því hversu mikið þeir ætla að mjólk þetta nafn. Núna í vikunni tilkynnti Samsung tvö ný tæki í línunni sem eru hvorki meira né minna en 5.8” og 6.3” sem er í alla staði fáranleg stærð fyrir farsíma. Þetta er of stórt fyrir síma og of lítið fyrir spjaldtölvu.

Ég hef prófað Galaxy Note sem er 5.5″ og hann er of stór að mínu mati og þessir því… furðulegir.   Ég fæ oft á tilfynningunni að Samsung sé ekki með deild innanhús sem veltir fyrir sér og prófar hluti áður en þeir framleiða þá.

Ég sá á netinu samantekt yfir skjástærðir sem þeir hafa prófað á Android símana sína og er hún hér að néðan

2.8
3.14
3.2
3.4
3.5
3.6
3.65
3.7
3.97
4
4.2
4.27
4.3
4.5
4.52
4.65
4.8
5
5.3
5.5
5.8
6.3
7
7.7
8
10
10.1

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir