Heim ÝmislegtTenglar Styttist í glæsilega haustráðstefnu Advania

Styttist í glæsilega haustráðstefnu Advania

eftir Jón Ólafsson

Þann fjóra september hefst haustráðstefna Advania sem hefur ævinlega verið mjög glæsileg í alla staði og áhugaverð.

 

Helstu atriði:

  • Advania heldur hina árlegu Haustráðstefnu í 21. sinn þann 4. september í Hörpu
  • Ráðstefnan er með nýju sniði í ár; Fyrir hádegi er boðið upp á glæsilega dagskrá í Eldborgarsal og eftir hádegi eru þrjár fróðlegar fyrirlestralínur með 18 fyrirlestrum
  • Um er að ræða sannkallaða hugvitshátíð sem leiðir ráðstefnugesti inn í framtíðina
  • Alls eru 29 atriði á dagskrá ráðstefnunnar

 

Eins og venja er þá verða erindi frá fyrirtækjum og stofnunum og má sem dæmi nefna:  Mercedes-Benz, Geimvísindastofnun Evrópu (ESA), Google, Össuri, Vivaldi, Skemu, Dell, Microsoft, Ríkisskattstjóra, Knowledge Factory, NCR, IKEA, Arion banka, Bókun, Veeam, Videntifier, Veðurstofu Íslands, Raythen|Websense, Strimli, WSP, Karolina Fund, HP og Háskólanum í Reykjavík.

 

Dagskráin í Eldborg

  • Geimvísindastofnun Evrópu segir frá því hvernig lent er á halastjörnu
  • Mercedes-Benz lýsir framtíðarsýn sinni fyrir sjálfkeyrandi bíla
  • Stoðtækjafyrirtækið Össur sýnir nýjan gervifót sem er stýrt með hugarafli
  • Hvað veit Google mikið um okkur og hvernig nýtir fyrirtækið gervigreind til að kenna tölvum máltækni og keyra bíla?
  • Rakel Sölvadóttir frumkvöðull og Ólína Helga Sverrisdóttir fjalla um mikilvægi sköpunar í stafrænum heimi
  • Jón Tetzchner frumkvöðull ræðir um nýsköpun og nýjan netvafra

 

Glæsileg dagskrá eftir hádegi í fjórum sölum

  • Þrjár fyrirlestrarlínur í jafnmörgum sölum: Tækni og öryggi, Stjórnun og Nýsköpun
  • Aukafyrirlestur frá HP um skýjalausnir
  • Hægt að velja úr 19 fjölbreyttum fyrirlestrum
  • Gísli Marteinn Baldursson kemur ferskur frá Harvard háskóla og fjallar um mikilvægi snjalls borgarskipulags fyrir lífsgæði fólks
  • Glæsilegt lokateiti í boði Dell

 

Okkar hlakkar mikið til og langar að benda áhugasömum á frekari upplýsingar hér.

 

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira