Heim ÝmislegtTenglar Styttist í glæsilega haustráðstefnu Advania

Styttist í glæsilega haustráðstefnu Advania

eftir Jón Ólafsson

Þann fjóra september hefst haustráðstefna Advania sem hefur ævinlega verið mjög glæsileg í alla staði og áhugaverð.

 

Helstu atriði:

  • Advania heldur hina árlegu Haustráðstefnu í 21. sinn þann 4. september í Hörpu
  • Ráðstefnan er með nýju sniði í ár; Fyrir hádegi er boðið upp á glæsilega dagskrá í Eldborgarsal og eftir hádegi eru þrjár fróðlegar fyrirlestralínur með 18 fyrirlestrum
  • Um er að ræða sannkallaða hugvitshátíð sem leiðir ráðstefnugesti inn í framtíðina
  • Alls eru 29 atriði á dagskrá ráðstefnunnar

 

Eins og venja er þá verða erindi frá fyrirtækjum og stofnunum og má sem dæmi nefna:  Mercedes-Benz, Geimvísindastofnun Evrópu (ESA), Google, Össuri, Vivaldi, Skemu, Dell, Microsoft, Ríkisskattstjóra, Knowledge Factory, NCR, IKEA, Arion banka, Bókun, Veeam, Videntifier, Veðurstofu Íslands, Raythen|Websense, Strimli, WSP, Karolina Fund, HP og Háskólanum í Reykjavík.

 

Dagskráin í Eldborg

  • Geimvísindastofnun Evrópu segir frá því hvernig lent er á halastjörnu
  • Mercedes-Benz lýsir framtíðarsýn sinni fyrir sjálfkeyrandi bíla
  • Stoðtækjafyrirtækið Össur sýnir nýjan gervifót sem er stýrt með hugarafli
  • Hvað veit Google mikið um okkur og hvernig nýtir fyrirtækið gervigreind til að kenna tölvum máltækni og keyra bíla?
  • Rakel Sölvadóttir frumkvöðull og Ólína Helga Sverrisdóttir fjalla um mikilvægi sköpunar í stafrænum heimi
  • Jón Tetzchner frumkvöðull ræðir um nýsköpun og nýjan netvafra

 

Glæsileg dagskrá eftir hádegi í fjórum sölum

  • Þrjár fyrirlestrarlínur í jafnmörgum sölum: Tækni og öryggi, Stjórnun og Nýsköpun
  • Aukafyrirlestur frá HP um skýjalausnir
  • Hægt að velja úr 19 fjölbreyttum fyrirlestrum
  • Gísli Marteinn Baldursson kemur ferskur frá Harvard háskóla og fjallar um mikilvægi snjalls borgarskipulags fyrir lífsgæði fólks
  • Glæsilegt lokateiti í boði Dell

 

Okkar hlakkar mikið til og langar að benda áhugasömum á frekari upplýsingar hér.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira