Heim ÝmislegtAndroid Er þetta One Plus 7?

Er þetta One Plus 7?

eftir Magnús Viðar Skúlason

One Plus-snjallsímalínan hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu og hefur sala á One Plus 6 gengið framar vonum hérlendis eftir að síminn kom í sölu hérlendis á liðnu ári.

Frægðin er greinilega farin að segja til sín með One Plus-línuna því nú eru farnar að leka út myndir af væntanlegum símtækjum frá þessum framleiðanda.

Fyrir stuttu láku út myndir af því sem sérfræðingar telja vera One Plus 7. Það sem vekur strax athygli við þessa mynd er að selfie-myndavélin virðist smella upp að framan efst á símanum. Eflaust eru einhverjir sem velta vöngum yfir því af hverju í ósköpunum það er en eins og glöggir lesendur taka eftir að með því að hanna staðsetningu myndavélarinnar með þessum hætti þá hefur verið hægt að gera alla framhlið símans að einum stórum skjá án þess að einhverjir símaíhlutir séu að flækjast fyrir..

Að auki virðist sem aðalmyndavél símans sé samsett úr þremur mismunandi linsum en fyrir utan það sem þarna kemur fram á myndunum þá er lítið vitað um símtækið sjálft. Líklegt er þó talið að One Plus 7 muni verða með nýja 855-örgjörvanum frá Snapdragon og jafnvel muni eitthvað skýrast með vorinu hvenær þetta símtæki muni verða aðgengilegt í sölu.

Heimild: Engadget.com

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira