Heim LappariTVLeikir Diskalaus Xbox One S á leiðinni?

Diskalaus Xbox One S á leiðinni?

eftir Magnús Viðar Skúlason

Þrálátur orðrómur er á kreiki þess efnis að Microsoft sé að undirbúa nýja útgáfu af Xbox One S-leikjatölvunni sinni sem muni vera án BluRay-drifs.

Þetta þýðir að hin diskalausa Xbox One S-útgáfa mun einungis geta spilað leiki sem eru niðurhalanlegir, beint í gegnum Xbox-þjónustuveitu Microsoft. Talið er líklegt að sökum þess að ekki sé BluRay-drif í þessari útgáfu að þá muni hún kosta eitthvað minna og að jafnvel verði hægt að panta þessa vél frá Microsoft með fyrirfram uppsettum leikjum.

Talið er líklegt að Microsoft muni svipta hulunni af þessari nýju útgáfu í tengslum við E3-leikjaráðstefnuna sem haldin verður í júní og að þessi vél muni spila stóra rullu í hinni væntanlegu xCloud-leikjaveitu sem Microsoft hefur í hyggju að setja í loftið seinna á þessu ári..

Heimild: TheVerge

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira