Heim UmfjöllunUmfjöllun Snjallsímar Samsung Galaxy Note 9 – Fyrstu kynni

Samsung Galaxy Note 9 – Fyrstu kynni

eftir Jón Ólafsson

Undanfarið höfum við hér á Lappari.com verið með Samsung Galaxy Note 9 í prófunum. Nerðirnir hér biðu eftir þessum snjallsíma með mikilli eftirvæntingu en nú höfum við handleikið tækið töluvert og því komin tími til að snúa sér að alvöru lífins..

Hvaða tæki er þetta og hvernig eru okkar fyrstu kynni af því?

  • Kubbasett: Exynos 9810 Octa
  • CPU: Octa-core (4×2.7 GHz & 4×1.8 GHz)
  • GPU: Mali-G72 MP18
  • Skjár: 6.4″ Super Amoled skjár með 1440 x 2960 upplausn (516 ppi)
  • Minni: 6 GB RAM
  • Geymslurými; 128 GB   (hægt að fá 512GB geymslurými og þá 8GB RAM)
  • microSD rauf: Já, allt að 512 GB microSD
  • Myndavélar: Tvær 12MP linsur (f/1.5-2.4 og fast f/2.4), IOS, Super Slow-mo @ 960 fps, o.s.frv.
  • Flash: Led
  • Sjálfuvél: 8MP (f1.7, 1440p á 30 fps)
  • Rafhlaða: 4000mAh (ekki removable)
  • Stýrikerfi: Android 8.1 Oreo
  • Stærðir: 161.9mm x 76.4mm x 8.8mm
  • Þyngd: 201g
    Símkerfi: LTE / 3G / 2G / GSM – Rauf fyrir 2 sim kort (t.d. vinnu- og persónulegt SIM).
  • Tengimöguleikar: Wi-Fi 802.11 a/b/g/n/ac / NFC / Bluetooth 5
  • Penni:  já, Bluetooth tengdur S Pen, teikningar, rissur og snjallaðgerðir eins og taka mynd.
  • Vatnsheldur: Já og IP68 vottaður, ryk- og vatnsvarin niður að 1.5 metrum í 30 mín.

Fyrstu kynni okkar af símanum er frábær, síminn er mjög snarpur og skjárinn einstakur. Tækið fellur ágætlega í hendi og fann ég ekki fyrir neinum óþægilegu við notkun á símanum, hann er þó mögulega of stór fyrir suma notendur.

Öll upplifun af almennri notkun fyrstu dagana hefur verið mjög jákvæð og hlakka ég til í að kafa í frekari umfjöllun sem mun birtast hér á Lappara fljótlega. Hér má síðan sjá afpökkun á Galaxy Note 9.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira