Heim ÝmislegtGoogle Nokia 9 á leiðinni?

Nokia 9 á leiðinni?

eftir Magnús Viðar Skúlason

Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna mánuði að Nokia sé nú þegar með nýtt flaggskip á leiðinni á markaðinn.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá mun Nokia verða með blaðamannafund þann 19. janúar 2018 þar sem Nokia 9 mun verða kynntur formlega. Lítið er vitað um hvað þessi sími komi til með að bjóða upp á en sagan segir að skjárinn muni verða 5,5 tommur að stærð og jafnvel í skjáhlutföllunum 18:9.

Sterkar líkur eru á því að Nokia 9 muni uppfylla IP67-staðalinn hvað varðar þol gagnvart umhverfisáhrifum eins og fyrir höggi, bleytu og ryki. Ókosturinn við þá væðingu er að allar líkur séu á því að hið hefðbundna 3,5mm heyrnatólatengi muni ekki verða í boði í Nokia 9 einmitt til þess að uppfylla IP67-staðalinn.

Heimild: GSM Arena

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira