Heim ÝmislegtAndroid Nokia 8 – Fyrstu kynni

Nokia 8 – Fyrstu kynni

eftir Magnús Viðar Skúlason

Það ríkir talsverð eftirvænting í símaheiminum eftir Nokia 8 en það vill svo skemmtilega til að við hjá Lappari.com eru komin með prufueintak í hendurnar til skoðunar.

Fyrstu kynni eru talsvert jákvæð og í raun hægt að segja að þegar síminn er handleikinn og notaður að þá eru væntingar okkar framar okkar bestu vonum.

Allt í símanum virðist vera fyrsta flokks hvort sem það er vélbúnaðurinn sjálfur, hönnunin eða virkni Android-stýrikerfisins í þessu umhverfi sem Nokia 8 bíður upp á.

Hér fyrir neðan má svo sjá helstu eiginleika símans:

  • Símkerfisvirkni; GSM / HSPA / LTE. 4G á 700/800/850/900/1800/2100/2300 og 2600 MHz
  • Skjár; 5,3 tommur, IPS LCD, 16M litir, 1440 x 2560 díla upplausn (554 PPD), Corning Gorilla Glass 5
  • Örgjörvi; Qualcomm MSM8987 Snapdragon 835, 1,4 GHZ áttkjarna Kryo 2,5 og 1,8 GHz með Adreno 540-skjástýringu
  • Minni; 4GB vinnsluminni, 64GB geymsluminni ásamt microSD-kortarauf sem styður allt að 256GB
  • Myndavél; Dual 13 MP Carl Zeiss, DUAL LED-flass með autofocus. Selfie-myndavél; 13MP með autofocus. Myndskeiðsupptaka í 4K@30FPS með Nokia OZO Audio.
  • Aðrir þættir; FM-útvarp, Bluetooth 5.0, GPS og Wifi með 801.11 b/g/n
  • Stærðir; 151.5 x 73,7 x 7,9 mm. Þyngd; 160 gr.
  • IP54-vottun

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira