Heim Microsoft Einföld leið til að laga Windows Update

Einföld leið til að laga Windows Update

eftir Jón Ólafsson

Við fengum fyrir skemmstu skilaboð á Facebook síðu okkar frá lesanda sem var í vandræðum með tölvuna sína. Í mjög stuttu máli þá hafði viðkomandi hlaðið niður hugbúnaði af sjóræningasíðu og eftir að hugbúnaðurinn hafði verið settur upp þá fór vélin að hegða sér illa. Viðkomandi náði þó að hreinsa allt út og koma vélinni aftur í stand, fyrir utan að Windows Update vildi ekki virka. Eftir smá spurningaflóð frá okkur þá sendum við honum nokkur skref sem á endanum komu Windows Update aftur í lag.

Það er ansi mikilvægt verkefni sem Windows Update hefur og því mikilvægt að þessi uppfærsluþjónusta virki. Þeir sem vinna að bilanaleit eða viðgerðum þekkja margir að þurfa að endursetja Windows Update til að koma uppfærslum aftur í gang og vita að það eru nokkrar leiðir til þess.

Ein þeirra er að keyra einfalda scriptu sem til dæmis er hægt að nota til að endursetja uppfærslu álfinn (update agent) og eyða eldri uppfærslum sem á eftir að setja upp (temp skrám). Það má í raun segja að þetta sé komið á topp 5 listann yfir atriði sem ég geri til að laga Windows Update vandamál, hefur oft sparað mér mikinn tíma.

 

 

Eins og sjá má þá er hægt að nota þetta tól í ýmislegt en scriptan virkar með Windows XP, Windows Vista, Windows 7, Windows 8, Windows 8.1 og Windows 10.

Best og öruggast er að sækja scriptuna beint af Technet síðu Microsoft.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira