Heim Ýmislegt Ryzen – Nýr örgjörvi frá AMD

Ryzen – Nýr örgjörvi frá AMD

eftir Gunnar Ingi Ómarsson

Siðastliðin fimmtudag, 2. mars, kom AMD með nýja örgjörva á markað sem ber nafnið Ryzen. Þeir lögðu af stað í þróun á þessum örgjörva með háleit markmið sem voru 48% bæting á fyrri týpu, þessu markmiði náðu þeir og gott betur en nýju örgjörvarnir eru með allt að 52% bætingu á fyrri línu AMD. Með þessari bætingu eiga þessir nýju örgjörvar að virka í það minnsta jafnvel og samsvarandi Intel örgjörvar. Það sem er skemmtilegra er verðmunurinn þar sem stærstur munur er á flaggskipunum eða um 50%.

Ryzen7 1800x $499 og Intel i7-6900K $999 eftir nýlega verðlækkun hjá Intel. Þarna er AMD allhressilega að hrista upp í markaðnum og verður gaman að sjá hvernig þetta mun þróast.

Núna þegar 4 dagar eru liðnir eru komnar þó nokkrar umfjallanir frá öllum helstu Youtube rýnendum sem eru í þessum bransa ásamt öllum helstu netmiðlunum (t.d. guru3d og TomsHardware).

Eins og við mátti búast þá er þetta ekki algerlega borðleggjandi og það eru nokkur tilfelli þar sem Intel örgjörvarnir eru örlítið betri, en verðmunurinn er það mikill að það þarf meiri mun til að réttlæta Intel kaupin.

Samkvæmt heimildum Lappara eru þessir örgjörvar að detta í hús hjá öllum helstu verslunum tölvubúnaðar á Íslandi í dag. Þá má kíkja á vaktina til að gera verðsamanburð

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira