Heim Ýmislegt Lappari á leið yfir í HTTPS
Lappari HTTPS

Lappari á leið yfir í HTTPS

eftir Jón Ólafsson

Eins og þú hefur mögulega tekið eftir þá hefur slóðin í vafranum mögulega breyst lítillega. Það er vegna þess að við erum búnir að virkja HTTPS á Lappari.com. Við fjöllum oft um og er umhugað um öryggi á netinu og þetta er einn liður í því að gera netið örlítið öruggara.

Lesendur ættu að vera vanir HTTPS meldingum í vafranum sínum úr heimabankanum eða netverslunum. Það má segja að þetta sé vottun um að samskipti, milli þín og netþjóns þess sem hýsir vefinn, séu dulkóðuð og þannig öruggari.

 

Sjá meira um þessa þróun í pistli hjá Troy Hunt:  HTTPS adoption has reached the tipping point

 

Í dag er hægt að velja á milli HTTP og HTTPS en vitanlega mælum við með að notendur noti: https://www.lappari.com. Fljótlega munum við áframsenda allar HTTP fyrirspurnir sem koma á vefinn yfir á HTTPS og slökkva á HTTP í framhaldinu.

Lesendur ættu ekki að finna fyrir neinu við þessa breytingu. Eina sem gerist er að þeir munu sofa betur vitandi að Lappari setur öryggið á oddinn.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira