Heim Ýmislegt Strimillinn verður Neytandinn

Strimillinn verður Neytandinn

eftir Haraldur Helgi

Fyrir ekki svo löngu fjölluðum við um farsímaforritið Strimilinn. 

Í gær sendu stjórnendur Strimilsins frá sér eftirfarandi tilkynningu:

Strimillinn breytist í Neytandann

Nú eru spennandi tímar, því á næstu dögum munu Neytendasamtökin taka við rekstri Strimils-appsins. Nafn appsins mun samhliða þessu breytast í Neytandinn þar sem appið verður framvegis hugsað fyrir neytendur og neytendamál í víðu samhengi, þótt innlestur verðlagsgagna verði áfram í aðalhlutverki.

Breytingar í appinu

Fyrstu útgáfu appsins svipar til núverandi Strimils-apps með nokkrum breytingum þó, t.d. munu neytendur geta bent á það sem vel er gert og veitt markaðnum aðhald með því að senda ábendingar beint úr appinu. Til að varðveita hlutleysi appsins munum við svo taka út auglýst tilboð verslana.

Á næstu mánuðum verður þjónustuþáttum fjölgað, aðgengi að gögnum einfaldað og auðveldað og viðmótið gert einstaklingsmiðaðra.

Hvað þarf ég að gera?

Ekki neitt. Appið mun á næstu dögum uppfærast hjá þér og skiptir þá sjálfkrafa um nafn. Engar áhyggjur, strimlarnir þínir verða á sínum stað.

Við lítum þessar breytingar einstaklega jákvæðum augum, enda frábært skref í átt að opnun verðlagsgagna, upplýsingu neytenda og betri framtíð fyrir íslenskan dagvörumarkað.

Það má því reikna með uppfærslu á appinu á næstu dögum en miðað við þessa fréttatilkynningu þá mun ekkert breytast, nema kannski bara logoið.

Notar þú strimilinn?

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira