Heim Ýmislegt Aðeins meira um Plex

Aðeins meira um Plex

eftir Haraldur Helgi & Jón Ólafsson

Fyrir stuttu fórum við létt yfir eiginleika Plex margmiðlunarþjónsins og hvaða kosti hann hefur. Í stuttu máli má segja að hann sé miðja á milli efnis (á server eða NAS) og notanda. Framreiðir og flokkar efnið og gerir það þannig aðgengilegra.

Við þekkjum til nokkurra sem hafa notað Plex lengi og líkar þeim sérstaklega vel við hversu aðgengilegt kerfið er innan heimilis sem og utan. Fyrir utan öll þessi öpp á hinum ýmsu tækjum, þá er alltaf hægt að nálgast og spila efni í gegnum vafra.

Þannig er létt að deila efni með vinum og fjölskyldu en við höfum notað þetta í mörg ár fyrir fjölskyldumyndir og myndbönd fyrir þá sem búa ekki á sama landshluta. Þá einfaldlega býr sá sem er með Plex til afspilunarlista (Library) fyrir fjölskyldumyndböndin sem hann getur deilt með öðrum.

Það eru vitanlega viss atriði sem takmarka virkni eins og til dæmis vélbúnaður og nettenging þar sem þjónninn er. En Plex keyrir samt ótrúlega vel á eldri vélbúnaði ef samtíma notendur eru fáir.

 

 

Fyrir utan þessa grunnvirkni þá er hægt að bæta við fjölmörgum viðbótum (Plugins) sem auka notagildi Plex til muna. Hér eru nokkur dæmi sem við höfum séð, sum höfum við prófað sjálfir

Textaþjónusta
Subzero er viðbót getur hjálpað þeim sem eru duglegir að taka afrit af keyptum bíómyndum eða þáttum en gleyma að vista efnið sitt með texta. Subzero er sem sagt textaviðbót sem við gætum mælt með í blandi við eða með OpenSubtitles og Podnapisi Subs. Einfalt er að finna leiðbeiningar fyrir þessar þjónustur á veraldarvefnum. Hér er dæmi, notandi sem setur upp Subzero og skráir þessar leiðbeiningar en eftir þetta er hægt að fá enskan texta og stundum íslenskan fyrir bíómyndir og þætti.

Sjónvarpsstreymi (IPTV)
Það er tiltölulega einfalt að setja upp IPTV viðbætur á Plex, þetta eru hinar ýmsu netsjónvarpsstöðvar sem gaman getur verið að horfa á. Til dæmis er hægt að leita að IPTV.bundle fyrir RÚV, það sækir sjónvarpsstreymi frá RÚV og gerir það aðgengilegt í gegnum Plex.

Útvarpsstreymi
Sama á við um útvarpið en það er einfalt að leita að útvarpsviðbótum. Sem dæmi er hægt að leita að vöndli (bundle) sem ætti að leiða notendur að samansafni íslenskra útvarpsstöðva. Sama er vitanlega hægt með erlendar útvarpsstöðvar.

Til viðbótar við þetta má nefna aðrar viðbætur eins og SoundCloud, TWiT.TV, CBS, CNN, BitTorrent (media streymi), CNET, Ted Talks, Comedy Central og Vimeo.

Best er að taka fram að við gerðum ekki þessar viðbætur, hýsum þær ekki og berum enga ábyrgð á hvorki virkni né öðru þeim tengdum.

Það er annars hellingur af fróðleik um Plex og viðbætur á vefnum ef lesendur vilja sækja sér frekari upplýsingar eða hjálp. Plex eru til dæmis sjálfir með YouTube rás sem ágætt er að renna yfir.

 

Eins og fyrr segir þá er einfalt að deila efni með Plex. Hver sem er getur farið á www.plex.tv og stofnað notanda þar. Þá er hægt að tengjast öðrum notendum með því að “adda þeim” með netfangi eða notendanafni. Þá verður viðkomandi að samþykkja þig sem vin og ákveða hvaða “söfn” af skrám þú fær aðgang að.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða þessi mál betur þá er íslenskur hópur á Facebook sem heitir “Íslenska plex grúppan :D”  Þar ræða menn og konur um Plexið sitt, vandkvæði sem koma upp og allt það sem viðkemur Plexinu.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira