Hefur þú einhvern tíma hringt í einhvern og sagt “Hæ” þegar viðkomandi svarar símanum og beðið síðan í fimm mín með að bera upp erindið?

Nei ég hélt ekki….  ekki gera þetta þegar þú talar við mig á Facebook Messenger eða í öðrum spjallforritum..

 

ATH:  Þetta myndband er sviðsett

 

Hver þekkir þetta ekki?

2016-25-12 14:30:12 vinur: Hæ
2016-25-12 14:30:19 þú: Sæll meistari
## síðan bíður þú í 5 mín eftir framhaldinu
2016-25-12 14:35:42 vinur: Til í bíó í kvöld?
2016-25-12 14:35:50 þú: Er busy, kannski á morgun?
2016-25-12 14:35:58 vinur: ok

 

Þarna þurftir þú að horfa á skjáinn í auka 5 mín til að bíða eftir spurningunni. Hvað mundi gerast ef þú mundir svara félaganum ef hann er ekki við tölvuna þegar þú svarar “sæll meistari”….  þá þarftu að stara á skjáinn og bíða eftir svari þangað til honum hentar að bera upp erindið.

 

Væri þetta ekki betra?

2016-25-12 14:30:12 vinur: Hæ, hvernig lýst þér á bíó í kvöld
2016-25-12 14:30:17 þú: Sæll meistari, er busy kannski á morgun?
2016-25-12 14:30:32 vinur: ok

 

Ekkert stórmál en þessir litlu hlutir get gert stafræn samskipti okkar mun betri.

 

Stolið og staðfært héðan.

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir