Heim ÝmislegtGoogle Disney, Microsoft og Google vilja kaupa Twitter

Disney, Microsoft og Google vilja kaupa Twitter

eftir Magnús Viðar Skúlason

Allt stefnir í að Twitter muni fara í hendurnar á nýjum eigenda á næstu 45 dögum.

Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki undanfarnar vikur að Twitter sé til sölu og að hvert stórfyrirtækið á fætur öðru hefur áhuga á að eignast fyrirtækið.

Undanfarnar vikur hefur sá orðrómur verið í gangi að Google muni kaupa Twitter og myndi það því verða leið Google til þess að tryggja stöðu sína á samfélagsmiðlamarkaðnum eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir þess efnis undanfarin ár með sínar eigin lausnir.

Hinsvegar hafa tvö ný fyrirtæki komið inn á umræðuna sem vænlegir kaupendur og munu það vera Microsoft og Disney. Ekki er með fullu ljóst hvar áhugi Disney liggur á að eignast Twitter en hinsvegar þá hefur Microsoft verið í kaupham undanfarin misseri og má þar minnast á kaup Microsoft á Skype og LinkedIn.

Verðmat markaðarins á Twitter er í kringum 16 milljarðar dollara og því gæti það verið öflugur leikur fyrir annaðhvort fyrirtæki sem vill koma sér almennilega inn á samfélagsmiðlamarkaðinn eða tryggja betur stöðu sína á þeim markaði að leggja í þennan leiðangur.

Twitter mun hafa sett saman ráðgjafateymi vegna þessara viðræðna og segja menn að líklegt þykir að samningaviðræður og salan muni liggja fyrir á næstu 45 dögum. Áhugavert verður því að fylgjast með á næstu dögum hvernig þessi flétta muni þróast því ljóst er að þegar stórfyrirtæki takast á málum sem þessum þá mun ekkert verða gefið eftir.

Heimild: IB Times

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira