Heim Microsoft Microsoft kaupir LinkedIn

Microsoft kaupir LinkedIn

eftir Magnús Viðar Skúlason

Tilkynnt hefur verið formlega um kaup Microsoft á LinkedIn fyrir 26,2 milljarða dollara.

Þetta eru stærstu einstöku fyrirtækjakaup Microsoft til þessa en til samanburðar greiddi Microsoft 7,6 milljarða dollara fyrir farsímaframleiðslu Nokia og 8,5 milljarða dollara fyrir Skype á sínum tíma.

LinkedIn er einn stærsti samfélagsmiðill vinnumarkaðarins en bandarísk fyrirtæki hafa nýtt sér LinkedIn talsvert mikið við ráðningar á starfsfólki undanfarin ár. Um 433 milljónir notenda eru skráðir hjá LinkedIn og er um fjórðungur af þeim virkir í notkun á vefnum hverju sinni.

Microsoft hefur ekki útskýrt frekar hver tilgangur kaupanna á LinkedIn eru en telja má að með þessum kaupum sé Microsoft að festa sig enn frekari í sessi sem einn helsti þjónustuaðilia fyrirtækja á heimsvísu þegar það kemur að hugbúnaðarlausnum.

Hér fyrir neðan má sjá stutta yfirlýsingu frá Microsoft og LinkedIn vegna þessa samruna:

Heimild: Mashable

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira