Heim ÝmislegtAndroid Android N – hvaða nýjungar eru væntanlegar fyrir Android-stýrikerfið?

Android N – hvaða nýjungar eru væntanlegar fyrir Android-stýrikerfið?

eftir Magnús Viðar Skúlason

Google I/O 2016 er í fullum gangi og eitt af því sem var kynnt í gær var nýjasta útgáfan af Android-stýrikerfinu..

Vinnuheitið á útgáfunni er Android N og  telja margir að Google sé að stíga í rétta átt með þessari uppfærslu.

Hér fyrir neðan kemur upptalning á því helsta sem Android N kemur til með að bjóða upp á:

-Quick Switch – margir hafa kvartað undan því að erfitt sé að hoppa á milli mismunandi forrita (e. Multitasking) í Android-umhverfinu en með Quick Switch þá ætti sú vinna að auðveldast til muna. Um er að ræða eins konar Alt+Tab-virkni þannig að auðveldara verður að hoppa á milli virkra forrita en hægt verður að vera með tvö forrita í gangi á skjánum þannig að auðvelt er að svissa á milli og vera með alvöru multitasking-virkni. Þetta er gert með því að halda inni takkanum sem notaður er til að skipta á milli forrita (Task switcher) þá skiptist skjárinn í tvennt og hægt verður að vinna á tveimur forritum í einu. Google hafa einnig bætt við takka sem hægt verður að smella á til að loka öllum opnum forritum.

-Stillingar – Stillingavalmyndin fær nokkuð góð útlitsuppfærslu en eitt af því áhugaverða sem þar verður í boði er að efst í stillingavalmyndinni eru tilkynningar um stillingar sem notandi á ef til vill eftir að breyta hjá sér eða bæta eins og t.d. að bæta við tölvupóstaðgangi, stilla raddskipanir o.s.frv.

-Tilkynningar – Tilkynningavalmyndin sem er hægt að draga niður efst á skjánum fær talsverða yfirhalningu. Hægt er að kalla eftir meiri upplýsingum frá hverri tilkynningu og notast er frekar við auðþekkjanlegar táknmyndir fremur en langan tilkynningatexta. Einnig er hægt að halda fingrinum lengi niðri á tilkynningu til að fá stillingar varðandi tilkynningar frá þessari ákveðnu virkni í stýrikerfinu. Google hafa einnig fest fimm stillingar efst í tilkynningaflippann en þannig er hægt að opna almennar stillingar eins og WiFi með einföldu móti, ef notendur draga aftur niður þá opnast frekari stillingar.

-Lyklaborðsþemu – Eflaust er stór hópur notenda Android sem fagna þessu (eða kannski ekki) en nú verður hægt að breyta því hvernig lyklaborðið sjálft lítur út. Hægt er að breyta því hvernig litur lyklaborðsins er, breyta bili milli takka eða jafnvel henda þinni eigin ljósmynd.

-Sýndarveruleiki – Android N er fyrsta útgáfan af Android-stýrikerfinu sem er með VR-virkni fyrir sýndarveruleiki en Google kynnti á I/O-ráðstefnunni sitt sýndarveruleikaviðmót sem nefnist Daydream. Símtæki sem geta keyrt Android N-stýrikerfið verða því Daydream-vottuð og munu því geta notast við þær sýndarveruleikalausnir sem Google mun kynna í framtíðinni.

-Ný emoji-tákn – Einhver sniðugur dagskrárgerðarmaður stakk upp á því að íslenska emoji-hugtakið sem ’tilf’, sem væri þá stytting á orðinu tilfinningar eins og emoji er útfærsla á orðinu emotion. Þegar viðkomandi var bent á að ’tilf’ hljómaði soldið mikið eins og hugtak tengt ákveðnu hugtaki sem snýr að konum sem eru orðnar mæður. Þrátt fyrir þetta fótarskot þá hefur notkun Íslendinga ekki minnkað og því ættu notendur að fagna því að í Android N mun bjóða upp á fleiri og skemmtilegri emoji-tákn. Meðal annars má finna 13 ný emoji-tákn sem sína konur í störfum sínum betur en fram til þessa.

-Ending og virkni – Android N mun m.a. styðja við nýjan API fyrir grafíkvinnslu sem nefnist Vulkan. Þessi API mun auðvelda forriturum að þróa og hana leiki fyrir Android-stýrikerfið. Einnig er Android N með nýrri JIT-virkni sem mun bæta rafhlöðuendingu og auðvelda við uppsetningu á forritum þannig að þau þurfi ekki eins mikla vélbúnaðarvirkni.

Hér fyrir neðan má sjá kynninguna hjá Google á Android N:

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira