Eins og við höfum fjallað um þá hefur Vodafone legið undir smá gagnrýni fyrir upplausnina á sjónvarpi Vodafone en lesa má um það hér, hér og síðan hér..
Eins og fyrirtækið lofaði í síðustu viku þá hefur nú viðmót sjónvarps Vodafone nú verið uppfært og styður það 720p, 1080i og 1080p að sögn fyrirtækisins.
Hér má sjá yfirlýsingu sem póstuð var sem athugasemd hér á Lappari.com af Jens Sigurðarsyni en hann er vörustjóri sjónvarps Vodafone:
Mig langaði bara að nefna það hér inn í þennan þráð að við uppfærðum alla okkar viðskiptavini í gær og nú geta allir háskerpunotendur stillt hvort þeir sjái 720p, 1080i eða 1080p viðmót.
kveðja, Jens (starfsmaður Vodafone)
Fyrirtækið hefur þannig uppfært viðmótið sitt og geta því viðskiptavinir sem þess óska notað viðmótið í 720p, 1080i og 1080p eins og áður segir. Við þetta má þó að bæta að fyrirtækið fær líklega eftir sem áður sjónvarpsstraum til sín í 1080i max og er því útsendingin sjálf í 1080i og því á pari við sjónvarp Símans.
Þessu ber að fagna en nú bíðum við bara eftir því hvort Síminn eða Vodafone verði fyrri til að bjóða okkur uppá 1080p útsendingar.