Heim ÝmislegtApple Apple ransomeware nú staðreynd

Apple ransomeware nú staðreynd

eftir Jón Ólafsson

Það margir sem telja að það sé nóg að nota Apple tölvur til að vera laus við þær óværur sem herja á okkur Windows notendur en það er ekki rétt. Reyndar má segja að það sé rétt að hluta en þá fyrst og fremst vegna þess að markaðshluti Apple er það lítill að það þessir aðilar sjá ekki hag í því.

 

Tengt efni: Apple Mac á 30 ára afmæli og selst enn illa.

Núna hefur ransomeware sem hefur fengið heitið KeRanger sem er sambærilegur við CryptoLocker fundist í vinsælum Torrent hugbúnaði fyrir MacOS sem heitir Transmission.

Í stuttu máli þá dulkóðar KeRanger gögn notenda í rólegheitum á bakvið tjöldin yfir Tor networkið sem endar síðan með því að hugbúnaðurinn heldur gögnum í gíslingu. Eina sem notendur geta gert er að borga lausnargjald (um $400) og þá komast þeir (vonandi) aftur í gögnin sín. Það slæma er að KeRanger virðist einnig dulkóða gögn á Time Machine (afritunarlausn) sem kemur í veg fyrir að hægt sé að endurheimt vélina úr afriti.

Hópurinn Palo Alto Networks fann þennan veikleika í byrjun mánaðarins og lét Apple og höfunda Transmission vita. Smitaða útgáfan af Transmission hefur verið fjarlægð af heimasíðu framleiðanda en Apple hafa ekki gefið út tilkynningu vegna þessa. Fyrirtækið hefur þó uppfært XProtect til að bregðast við KeRanger ásamt því að þeir hafa afturkallað certification´ið sem KeRanger notaðist við.

Það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart að netnotendur þurfi að fara varlega á internetinu en þetta ætti samt að vekja áhyggjur hjá Apple og notendum á Mac OS. Það er allavega áhyggjuefni í mínum huga ef nóg er að nota developer certification á hvaða hugbúnað sem er til sleppa í gegnum allar Gatekeeper varnir hjá Apple.

 

Heimild: CNET – Reuters – Paloalto

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira