Uppfært: 16:12 allt virðist vera komið í gang aftur en áhugavert verður að vita hvað hefur valdið þessum langa niðurtíma.
Uppfært: 16:20 Upplýsingar neðst í færslu
Síðan um klukkan 15:00 þá hafa allir vefir Landsbankans legið niðri en samkvæmt upplýsingum af Twitter þá er unnið að viðgerð.
Við prófuðum til dæmis: landsbanki.is – fbl.is – einkabanki.is – l.is og landsbankinn.is
@jonolafs Við erum að vinna að lagfæringum og biðjumst velvirðingar á óþægindunum.
— Landsbankinn (@landsbankinn) March 28, 2016
Harla ólíklegt er að um viðhald sé um að ræða á miðjum degi þó svo að frídagur sé en við bíðum frekari frétta frá bankanum.
—
Uppfærsla: Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum þá var þessi niðurtími (oft kallað rekstrartruflun hjá rekstraraðila) af völdum bilunar í vélbúnaði.
@jonolafs Það er rétt, þetta er komið í lag núna. Það var bilun í vélbúnaði sem olli þessum rekstrartruflunum.
— Landsbankinn (@landsbankinn) March 28, 2016