Heim ÝmislegtAndroid Xiaomi Mi 5 formlega kynntur

Xiaomi Mi 5 formlega kynntur

eftir Magnús Viðar Skúlason

Líkt og margir höfðu spáð þá kynnti kínverski símaframleiðandinn Xiaomi nýjasta flaggskipið sitt á MWC 2016.

Um er að ræða Xiaomi Mi 5 sem í stuttu máli sagt er verðugt flaggskip á Android markaðnum með 5,15 tommu FullHD skjá, 4G stuðning ásamt NFC, Bluetooth, 16 megapixla myndavél með OIS-stuðningi og 4K myndskeiðaupptöku, allt að 4G RAM stuðning og verður fáanlegur í 32, 64 eða 128GB ROM stærð.

Að auki keyrir Xiaomi Mi 5 á Snapdragon 820 octacore-örgjörva sem er annaðhvort stilltur á 1,8 GHz upp í 2,15 GHz, allt eftir hvaða útgáfa af símanum er keypt.

Síminn er væntanlegur í sölu strax í byrjun mars og mun verða verðlagður í kringum 300 dollara. Xiaomi hefur haft það fyrir stefnu hjá sér að selja símtækin sín á því sem næst kostnaðarverði en reyna frekar að ná inn notendum í gegnum ýmiskonar þjónustuleiðir hjá sér. Fram til þess hefur Xiaomi einbeitt sér að Asíu-markaðinn en í ljósi þessi að þetta er í fyrsta sinn sem Xiaomi kynnir nýjan síma frá sér á MWC þá spá sérfræðingar því að ekki muni líða á löngu þar til Xiaomi verði komið á fullan kraft á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum.

Sjálfur Hugo Barra, fyrrum yfirmaður Android-mála hjá Google og núverandi yfirmaður símamála hjá Xiaomi, sá um kynninguna sem þótti takast vel. Hægt er að sjá glefsur af kynningunni hérna fyrir neðan í stuttu myndskeiði:

Heimild: GSM Arena

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira