Heim ÝmislegtAndroid Sony kynnir nýjungar í Xperia-línunni á MWC 2016

Sony kynnir nýjungar í Xperia-línunni á MWC 2016

eftir Magnús Viðar Skúlason

Sony hafði boðað til blaðamannafundar í aðdraganda Mobile World Congress 2016 og eins og við var að búast þá kynnti Sony m.a. ný flaggskip í Xperia-línunni hjá sér.

Þrátt fyrir að flestir höfðu getið sér til að Sony myndi fylgja áfram sömu nafngiftinni á símtækjunum sínum og kynna Xperia Z5 að þá hefur Sony hreinlega endurnefnt tækin með hinu einfalda en stílhreina X-i. Þrjú ný símtæki voru kynnt hjá Sony á blaðamannafundinum þeirra en um er að ræða Sony Xperia X, Sony Xperia X Performance og Sony Xperia XA. Fyrri tvö tækin eru keimlík hvað varðar eiginleikalýsinguna á meðan XA-tækið er skör lægra þegar það kemur að eiginleikum hvað varðar vélbúnaðinn en verður á móti ódýrari en flaggskipin tvö.

Í hnotskurn líta þessi tæki svona út á pappírunum:

Sony Xperia X Performance:

 • Form: metal body, beveled screen; IP68 waterproof rating
 • Skjár: 5″ Triluminos display, 1080p resolution (441ppi)
 • Myndavél: 23MP/2160p with 1/2.3″ sensor, f/2.0, Predictive Hybrid AF; 13MP selfie camera
 • Örgjörvar og vinnsluminni: Snapdragon 820 (2+2 custom cores); 3GB of RAM
 • Geymsluminni: 32GB, expandable with microSD cards
 • Stýrikerfi: Android 6.0 Marshmallow
 • Rafhlaða: 2,700mAh

Sony Xperia X:

 • Form: metal body, beveled screen
 • Skjár: 5″ Triluminos display, 1080p resolution (441ppi)
 • Myndavél: 23MP/2160p with 1/2.3″ sensor, f/2.0, Predictive Hybrid AF; 13MP selfie camera
 • Örgjörvar og vinnsluminni: Snapdragon 650 (2x A72 + 4x A53 cores); 3GB of RAM
 • Geymsluminni: 32GB, expandable with microSD cards
 • Stýrikerfi: Android 6.0 Marshmallow
 • Rafhlaða: 2,620mAh

Munurinn á Sony Xperia X Performance og Sony Xperia X er að Performance-síminn er með veður- og umhverfisvörn ásamt Snapdragon 820-örgjörva á meðan X-síminn er með Snapdragon 650-örgjörva og aðeins minni rafhlöðu.

Sony Xperia XA:

 • Skjár: 5″ Triluminos display, 720p resolution (294ppi)
 • Myndavél: 13MP with 1/3″ sensor; 8MP selfie camera
 • Örgjörvi og vinnsluminni: MediaTek MT6755 (8 Cortex-A53 cores); 2GB of RAM
 • Geymsluminni: 16GB, expandable with microSD cards
 • Stýrikerfi: Android 6.0 Marshmallow
 • Rafhlaða: 2,300mAh


Auk þess sem að Sony kynnti þessa þrjá síma þá kynnti Sony einnig þrjá nýja aukahluti; Xperia Ear, Xperia Eye og Xperia Projectur. Xperia Ear er handfrjáls Bluetooth-búnaður sem fellur vel inn í eyrað hjá manni en er um leið einskonar raddstýrður ‘einkaþjónn’ sem minnir þig á viðburði í dagatalinu, lætur vita af nýjum skilaboðum, veðurlýsingum o.s.frv. Að auki þá getur notandinn stýrt Xperia Ear og með raddstýringu látið ‘Eyrað’ taka niður texta sem það skráir niður, skrá inn viðburði og margt fleira.

Xperia Eye er með 360°-linsu sem hægt er að smella í hvaða klæðnað sem er. Hugmyndin á bakvið ‘Augað’ er að notandi geti þá með auðveldum hætti tekið upp atburði hjá sér í sínu daglega lífi og vistað myndskeiðin með handhægum hætti í tölvu eða í símann sjálfan. Miðað við hönnunina á Xperia Eye þá virðist sem að þessi myndavél þoli ekki mikinn hasar sem er hálfgerð synd því eflaust er notagildið með myndavél sem þessari heldur takmarkað ef hún er bara hugsuð til notkunar í vernduðu skrifstofuumhverfi.

Að lokum er það síðan Xperia Projector sem lítil myndvarpi sem varpar myndum og efni frá sér í rétt um 500 lumens-birtu. Hinsvegar er Xperia Projector mjög fyrirferðarlítill og er hugmyndin á bakvið varpann að hann sé beint upp við vegginn þar sem hann er að varpa efninu sem verið er að sýna. Sérstakur skynjari er í Xperia Projector þannig að með auðveldum hætti er hægt að stýra með snertingu því sem er varpað upp.

Sony reyndar lét fylgja með sögunni að Xperia Ear væri eini aukahluturinn sem verði væntanlegur í sölu á næstunni á meðan Xperia Eye og Xperia Projector eru enn í þróun og vinnslu. Ekki hefur verið staðfest hvenær Xperia X-símarnir koma í sölu en líklegt þykir að það verði núna með vorinu. Engin verð hafa verið þó verið staðfest ennþá.

Heimild: Sony

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira