Heim ÝmislegtFréttir Af öryggi ferðamanna og GPS tækni

Af öryggi ferðamanna og GPS tækni

eftir Haraldur Helgi

Undanfarið hefur öryggi ferðamanna verið mikið í deiglunni. Hvort sem það er vegna slysa í Reynisfjöru eða vegna vankunnáttu þeirra við akstur í þeim aðstæðum sem geta skapast hér á landi. Umræðan um GPS tæki og ferðamenn náði svo hámarki þegar Noel fór á Laugarveg í staðinn fyrir Laugaveg. Auk þess sem við heyrum oft og iðulega fréttir af því þegar ferðamenn hunsa tilmæli björgunarsveitamanna og lögreglu um lokanir vega eða aka framhjá lokunarskiltum.

Nú á dögunum birtist frétt á mbl.is sem segir “GPS-tæki muni sýna færð á veg­um“. Því ber að fagna að loks séu menn að vakna til lífsins hvað þessa umræddu tækni varðar. En hún hefur verið í boði í nágrannalöndunum í allnokkur ár.

GPS tækjaframleiðandinn Garmin hefur verið leiðandi á þessum markaði um árabil og hafa kortin sem í boði eru þótt þau nákvæmustu, samanborið við Google Maps og TomTom.

Here Maps og Yahoo! Maps er reyndar byggt á sama grunni og Garmin notar svo segja má að þetta séu mestmegnis sömu kort. En þær upplýsingar sem Garmin, Here Maps og Yahoo! Maps nota eru unnar uppúr gögnum frá Navteq, sem er í eigu Nokia.

icon-trafficicon-liveicon-hdGarmin Traffic er í boði í all mörgum löndum í kringum okkur, í þrenns konar útgáfum; HD Digital Traffic, Live Traffic og Garmin Traffic. Þó ber þess að geta að HD Digital Traffic virðist vera það sem Garmin leggur áherslu á um þessar mundir enda mun meiri og hraðari upplýsingagjöf í boði þar.

Munurinn á milli þessara útgáfa er helstur sá að Live Traffic kerfið notast við smáforrit í síma en hin tvö eru keyrð á radíóbylgjum.

Hér má sjá myndband um hvernig HD Digital Traffic kerfið virkar:

Og hér má sjá auglýsingu frá Garmin um ágæti HD Digital Traffic

 

Í frétt mbl.is sem er vitnað í hér að ofan segir ennfremur og er vitnað í Nicolai Jónas­son deild­ar­stjóra þjón­ustu­deild­ar Vega­gerðar­inn­ar:

„Upp­haf­lega horfðum við til þess að senda upp­lýs­ing­arn­ar með FM-bylgj­um í út­vörp bíl­anna en nú er sú tækni víkj­andi. At­hygli okk­ar bein­ist því að gagna­flutn­ing­um í gegn­um 3G-sam­band og 2G þar sem skil­yrðin eru verri. 4G finnst enn óvíða á milli þétt­býl­isstaðanna.“

Þá hafi fyr­ir­spurn verið send til fyr­ir­tæk­is­ins Garmin, sem er leiðandi í fram­leiðslu GPS-leiðsögu­tækja. „Það fara héðan menn frá umboðinu á ráðstefnu er­lend­is nú í febrú­ar þar sem ætl­un­in er að spyrj­ast fyr­ir um hvernig hægt sé að veita upp­lýs­ing­um í þau tæki, hvaða sam­skipt­astaðal skuli not­ast við.“

Þessar fréttir eru ánægjulegar og vonandi þróast þessi mál farsællega því flestir bílaleigubílar í dag eru með GPS tæki frítt eða gegn vægu gjaldi.

Hinsvegar þá er annað mál varðandi GPS tækin sem telja má vera alvarlegt fyrir þær sakir að Samsýn, fyrirtækið sem þjónustar Garmin með kortagögn héðan virðist vera farið að þýða örnefni yfir á enska tungu í nýjustu uppfærslu Garmin af Íslandskortinu. Setja má stórt spurningamerki við þá framkvæmd. timthumb

Örnefni á landakortum eru í nefnifalli hvort sem er í kortabókum og ferðahandbókum eða á netinu. En í nýjustu útgáfu Garmin koma fyrir örnefnin Eyjafjord, The Bay of Hunar, Firth of Borg, Faxa Bay og Whale Fjord. Fyrir erlenda ferðamenn er mjög erfitt að átta sig á ósamræminu. Það er algjört grundvallar atriði að merkingar séu eins nákvæmar og mögulegt er.

Er ekki einfaldast að halda sig við íslensk örnefni og hafa þau í nefnifalli?

 

Eyjafjord 

Bay of Hunar

Ha...

 

Þessi þróun er ekki góð. Og við ættum að leitast við að bæta úr hið fyrsta.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira