Heim Microsoft Viltu fá OneDrive bónusinn þinn aftur?

Viltu fá OneDrive bónusinn þinn aftur?

eftir Jón Ólafsson

Microsoft gerði fyrir skemmstu breytingar á hversu mikið gagnapláss OneDrive notendur fá en í stuttu máli þá eru breytingarnar svona.

  • Ótakmarkað í Office 365 pakkanum verður 1TB
  • Ókeypis geymsla fer úr 15GB í 5GB
  • 15GB bónus fyrir að hlaða upp myndum af símtækjum (Camera roll bonus) fellur alveg út.

 

 

Þessar breytingar fóru alls ekki vel í notendur og var kvartað mikið í Microsoft vegna þessa en notendur notuðu t.d. Facebook, Twitter og UserVoice til að ná athygli Microsoft. Sem betur fer þá var Microsoft að hlusta og ganga þessar breytingar til baka EF notendur óska þess. Notendur þurfa sem sagt að óska þess að fá plássið aftur áður en Janúar 2016 er allur.

 

Svona er þetta gert:

  1. Smelltu á þennan tengil
  2. Smelltu á Keep your Free Storage
    OneDrive1
  3. Þá skráir notandi sig inn á OneDrive og auka plássið er orðið virkt aftur
    OneDrive2

 

Þetta er nú ekki flókið að gera en þú verður að gera þetta við alla OneDrive reikninga sem þú ert með (ef þú ert með fleiri en einn notenda) sem fyrst, alls ekki seinna en 31. Janúar 2016 eins og fyrr segir. Þar sem Microsoft hefur áður tilkynnt að nýjir notendur sem vilja nýta sér OneDrive ókeypis fái bara 5GB í staðinn fyrir 15GB eins og áður var þá grunar mig að sú breyting taki nú gildi í lok Janúar.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira