Heim ÝmislegtApple Allt í hakk hjá Apple App Store

Allt í hakk hjá Apple App Store

eftir Gunnar Ingi Ómarsson

Apple varð nú á dögunum fyrir sínu stærsta innbroti þegar upp kom að ca. 300 smáforrit í iOS App Store voru sýkt. Um er að ræða smáforrit sem voru gerð með sviknum hugbúnaði sem laumaði óværum í kóðana. Óprúttnir aðilar sannfærðu kínverska forritara um að sækja hugbúnaðinn af kínverskum þjónum í stað þjónum Apple, en vegna ríkishafta og ritskoðunar á internetinu í Kína þá tekur mjög langan tíma að sækja efni utan Kína.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það finnast sýkt smáforrit í iOS App Store en þetta er klárlega stærsta tilfellið. Apple má þá eiga það líka að aðeins hafa 5 smáforrit komist í gegnum strangar endurskoðunarferla þeirra sem hafa verið sýkt, en þeir hafa einnig verið dálítið gagnrýndir fyrir einmitt þessa ströngu ferla sem hafa verið líkt við ritskoðun.

Við hér hjá Lappari.com höfum alltaf reynt að vera hlutlausir í Apple, Android og Microsoft slagnum, þó það hafi ekki alltaf tekist, og reynt að hafa samanburð á tækjum innan stýrikerfa. Það hefur þó alltaf aðeins angrað okkur þessi ranghugmynd að Apple sé laust við alla vírusa og annað sem hrjáir aðra PC notendur og símtæki önnur en iPhone. Apple sleppur að mestu við almenna vírusa sökum lítils markaðshlutfalls en það gæti verið að breytast núna þegar óprúttnir aðilar fara að beina sjónum sínum meira að þeirra vörum. Notendanna vegna vonum við þó að þetta verði frekar sjaldgæft en áréttum þó að ekki láta víruslaust umhverfi sem er það ekki vera vendipunktinn þegar verið er að kaupa nýtt tæki.

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira