Heim Ýmislegt Viltu vinna Koss Porta Pro Classic heyrnartól?

Viltu vinna Koss Porta Pro Classic heyrnartól?

eftir Jón Ólafsson

Í tilefni af afmælishátið Tölvutek sem haldin verður á morgun laugardag þá ætlar Lappari.com í samstarfi við þá að bregða á leik og gefa heppnum lesanda Koss Porta Pro Classic heyrnartól sem afhent verður á afmælishátiðinni. (Gildir á Akureyri og í Reykjavík)

 

Taktu þátt í leiknum !!

Til þess að taka þátt í leiknum okkar og eiga kost á því að vinna þessi glæsilegu heyrnartól þá þarftu að:

 1. Vera vinur Lappari.com á Facebook
 2. Kvitta undir þessa færslu eða merkja þann aðila sem á skilið að vinna Koss Porta Pro Classic heyrnartól

ATH hægt er að kvitta á þessa færslu hér á Lappari.com eða undir þessa færslu á Facebook.

 

 

Verslanir Tölvutek sem staðsettar eru í Hallarmúla 2 og Undirhlíð 2 Akureyri en verslunin heldur uppá níu ára afmæli um þessar mundir. Haldið verður uppá afmælið á morgun og hefst hátíðin hefst á slaginu klukkan 12 og Lappari.com verður á staðnum að njóta skemmtiatriða og leika okkur aðeins með gestum en dagskráin er vægast sagt ansi glæsileg.

Helst ber að nefna að

 • Lúðrasveitin Svanur byrjar daginn með Star Wars afmælistónleikum fyrir gesti
 • Fyrstu 1.000 gestirnir fá Dunkin Donuts kleinuhringi #röðin
 • Fyrstu 50 viðskiptavinirnir fá miða fyrir 2 á sérstaka Tölvutek frumsýningu á nýju Star Wars myndinni í Desember.
 • Það verða 1.000 ísar í boði yfir daginn frá Emmess Ís
 • Trúbador Íslands og Ellert Sigurðarson mæta og halda uppi stemmingunni.
 • Sirkus Íslands mætir með allar sínar listir og sirkus skóla á svæðið.
 • Karnival popp og sykursætt candy floss meðan birgðir endast.
 • Stjörnumyndataka með Svarthöfða, Loga Geimgengil og Lilju prinsessu, verðlaun í boði fyrir alla stjörnuglaða meðan birgðir endast.
 • Angry Birds RISA rennibraut frá Skátalandi fyrir alla krakka.

Ásamt því að Tölvutek tryggja að búðirnar verða fullar af nýjum vörum og ótrúlegum tilboðum.

 

Fyrir áhugasama þá má smella Hér til að sjá skemmtilegt myndband frá afmælinu í fyrra ásamt því að myndir af stjörnuteppinu í fyrra eru hér.

 

Sjáumst við ekki á Laugardaginn !!

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira