Fram til 19. júní eru valdir Disney-leikir fyrir Windows Phone aðgengilegir í Windows Store án endurgjalds.

Um er að ræða klassískar útgáfur eins og Where’s my water og svo viðhafnarútgáfur af sama leik sem nefnast Where’s my Mickey, Where’s my Perry og Where’s my Water feat. XYY. þannig að ekki ætti að vera skortur á því að finna vatn, persónur úr Finnboga og Felix eða hvað annað núna í sumar.

Einnig eru tvær útgáfur af Temple Run ókeypis sem og fleiri áhugaverðir leikir frá Disney. Hægt að kynna sér málið betur með því að smella hér. Við minnum á að tilboðið er í gildi til 19. júní.

Heimild: Microsoft Lumia Conversation

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir