Heim ÝmislegtApps Er Snoop Dogg líklegur sem forstjóri Twitter?

Er Snoop Dogg líklegur sem forstjóri Twitter?

eftir Magnús Viðar Skúlason

Þær fregnir bárust vestanhafs í gær að Dick Costolo hefði sagt stöðu sinni lausri sem forstjóri Twitter. Að sögn Costolo þá er ákvörðunin hans og mun hann hafa velt þessu fyrir sér í talsverðan tíma. Mörgum af starfsmönnum Twitter kom þetta mikið á óvart enda hefur Costolo haft það orðspor á sér að vera góður yfirmaður og var í miklum metum meðal starfsmanna Twitter.

Þangað til nýr forstjóri verður ráðinn þá mun annar af stofnendum Twitter, Jack Dorsey, mun gegna starfi forstjóra tímabundið.

Hinsvegar þá fóru af stað miklar bollaleggingar um hver mun taka við starfinu endanlega þegar að því kemur og hefur það vakið talsverða athygli að sjálfur Snoop Dogg hefur hent nafninu sínu inn í umræðuna og virkjað aðdáendur sína á Twitter til þess að vekja athygli á honum í starfið.

Hvort sem hann er að gera þetta í gríni eður ei þá væri það óneitanlega áhugavert ef einn helsti rappari fyrr og síðar tæki starfið að sér enda hefur Snoop Dogg sýnt það í gegnum tíðina að hann getur náð velgengni í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Hægt er að fylgjast með umræðunni á Twitter með því að leita eftir tagginu #SnoopforCEO og #IfSnoopWasTwitterCEO

 

 

Heimild: The Verge

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira