Heim ÝmislegtApps Vodafone appið

Vodafone appið

eftir Jón Ólafsson

Lappari.com fékk fyrir skemmstu upplýsingar um að Vodafone á Íslandi hafi verið að vinna að appi fyrir Windows snjallsíma.

Þessar upplýsingar hafa nú fengist staðfestar en appið er núna í lokaðri (betu) prófun og ætti að fara í almenna dreifingu fljótlega. Verkefnið er unnið í samstarfi við Spektra.

 

Appið hefur hingað til aðeins verið í boði fyrir notendur iOS og Android snjallsíma en núna mun Vodafone fyrst íslenskra símafyrirtækja opna fyrir þessa þjónustu fyrir notendur Windows síma. Þetta er stórt skref sem íslenskir eigendur Windows snjallsíma geta fagnað því þarna fá viðskiptavinur Vodafone aðgang að allri sinni þjónustu á einum stað.

 

vodaapp2

 

Heimildir okkar segja að notendur munu meðal annars geta:

  • Fylgst með stöðu á farsímanúmerinu þínu, gagnamagni, mínútum og SMS
  • Keypt inneignir og gagnamagn fyrir frelsisnúmer og 4G netfrelsi
  • Fylgst með gagnamagni nettengingar heimilisins og 4G nettenginga
  • Fylgst með stöðu annarra númera sem skráð eru á þig, t.d. númera barnanna þinna
  • Fengið aðstoð þjónustufulltrúa í gegnum netspjall
  • Farið á Mínar síður til að gera frekari breytingar á þjónustuni þinni.

Eins og nafnið á appinu gefur til kynna, þá er þetta aðeins í boði fyrir viðskiptavini Vodafone.

 

Meðlimir Lappari.com fagna þessu appi mikið og væri óskandi að þetta skref Vodafone verði til þess að önnur íslensk fyrirtæki verði duglegri að þróa forrit fyrir Windows tæki.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira