Heim ÝmislegtAndroid LG snýr aftur á Windows Phone-markaðinn

LG snýr aftur á Windows Phone-markaðinn

eftir Magnús Viðar Skúlason

LG hefur kynnt til sögunnar LG Lancet sem er fyrsti Windows Phone-síminn frá fyrirtækinu síðan 2010.

Árið 2010 kom einmitt Windows Phone 7-stýrikerfið fyrst á markað og var LG einn af fyrstu framleiðendunum sem komu með slíkan síma. Þrátt fyrir það þá gekk LG ekki vel strax í upphafi með símtækið og eftir nokkra snúninga með Windows Phone þá gaf fyrirtækið út að það myndi alfarið einbeita sér að Android-símtækjum og yfirgaf þar með Windows Phone-markaðinn.

Hinsvegar þá kemur LG núna inn með þennan síma sem er í sölu hjá Verizon í Bandaríkjunum og mun að öllum líkindum einungis vera þar en símtækið sem slíkt er ekki að skora hátt í eiginleikalýsingum í samanburði við önnur nýrri símtæki.

LG Lancet er með 4,5 tommu skjá sem er að skila 854 x 480-díla upplausn og er með 8GB af geymsluminni, þar af eru einungis 4GB í boði fyrir notandann en restin fer undir stýrikerfið og annað frátekið pláss fyrir símagögn. Síminn er einnig með 8 megapixla myndavél, 1,2 GHz fjórkjarna örgjörva og VGA-myndavél að framan fyrir video-símtöl eða selfie-myndatöku.

Þó skal það tekið fram að þetta er fyrsti Windows Phone-síminn á markaðnum sem styður Advanced Calling 1.0 eins og Verizon nefnir það en það mun vera HD Voice Calling sem tryggir mun betri skýrleika í símtölum en þekkist nú þegar á markaðnum.

Það er því ljóst að biðin eftir nýju Windows Phone-flaggskipi lengist enn en Microsoft hefur gefið út að það muni ekki koma með slíkt tæki á markað fyrr en Windows 10 er orðið klárt og þykir líklegt að það verði með haustinu. Þar til má varla búast við því að aðrir Windows Phone-símaframleiðendur komi með eitthvað öflugra útspil en það sem endurspeglast í LG Lance fram að því.

Heimild: Verizon

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira