Heim ÝmislegtFréttir Ætlar Uber að kaupa Here Maps af Nokia?

Ætlar Uber að kaupa Here Maps af Nokia?

eftir Magnús Viðar Skúlason

Uber er eitt af heitustu umræðuefnunum þessa dagana enda hefur þessi lausn hefur farið sem stormsveipur um heiminn og sett hefðbundinn leigubílarekstur í uppnám.

Nú virðist vera sem að Uber ætli að fara út í meiri og stærri tækniframþróun en bara að bjóða upp á hefðbundna leigubílaþjónustu í gegnum app-ið sitt því fregnir herma að Uber vilji kaupa Here Maps af Nokia.

Eins og flestir vita á keypti Nokia Navteq-kortagrunninn árið 2007 fyrir metfé eða rétt um 7 milljarða dollara. Fljót varð Nokia leiðandi aðili á GPS-kortamarkaðnum og t.a.m. vakti það gríðarlega athygli hérlendis þegar Nokia Maps kom fyrir Ísland og færði raunverulega GPS-kortalausn inn í símtæki.

Nokia breytti síðan nafninu á lausninni í Here Maps fyrir nokkrum árum síðan til þess að höfða frekar til fleiri notendahópa sem voru ekki endilega að nota Nokia-símtæki. Í kjölfar þess að Nokia seldi farsímaframleiðslu sína til Microsoft haustið 2013 þá hafa margir velt því fyrir sér hvað yrði um Here Maps hjá Nokia.

Nú virðist sem að margir séu um hituna því sameiginlegar viðræður Mercedes Bens, BMW og Audi hafa staðið yfir upp á síðkastið og vilja bílaframleiðendurnir eignast hinn dýrmæta kortagrunn og nýta fyrir bílaframleiðslu sína. Kaupverðið 2 milljarðar dollara hefur verið nefnt í þeirri andrá sem er umtalsvert lægra en Nokia greiddi fyrir Navteq á sínum tíma.

Hinsvegar hafa nokkrar heimildir staðfest að Uber hafi lagt inn tilboð upp á 3 milljarða dollara til þess að kaupa Here Maps af Nokia. Margir hafa nefnt að Uber gæti nýtt Here Maps fyrir Uberpool, sem er ákveðin virkni í Uber-appinu sem parar saman farþega sem eru nálægt hvor öðrum upp á að samnýta ferðir og greiða þannig minna fyrir farið.

Hvorki talsmenn Uber né Nokia hafa viljað staðfesta þessa fregnir og virðist sem að ekkert sé í hendi enn með hver muni eignast Here Maps. Nokkir hafa jafnvel nefnt að Nokia muni jafnvel setja aukinn kraft í kortaþjónustuna sína og þróa lausnir byggðar á henni.

Heimild: PC Mag

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira