Eve T1

eftir Jón Ólafsson

Eins og fram hefur komið áður þá höfum við verið að prófa Eve T1 spjaldtölvu frá Eve Tech síðustu vikurnar en þetta er 8″ Windows spjaldtölva sem keyrir venjulegt Windows stýrikerfi (Windows 8.1 with Bing) og ætti því að keyra öll venjuleg PC forrit.

Þessi vél kostar aðeins 159 Evrur eða um 20 þúsund íslenskar á heimasíðu Eve Tech og þó að það séu margar Windows spjaldtölvur sem notendur geta valið um þá eru fáar þeirra eru jafn ódýrar og Eve T1.

Þessi umfjöllun mun taka tillit til hversu ódýr þessi vél er og hvort þetta lága verð (ódýrari íhlutir) hafi of neikvæð áhrif á upplifun notenda?

 

Byrjun á Eve T1 afpökkun:

 

 

Hönnun og vélbúnaður.

Fyrirfram átti ég von á að smíði vélarinnar (build quality) væri lélegt og að hún virkaði mjög ódýr eins og maður þekkir of vel af Android vélum sem kosta sambærilegt. Ég átti von á því að nota þessa vél meðan á umfjöllun stendur og síðan aldrei aftur en sú var ekki raunin.

Í raun og veru er vélin mun betur smíðuð en ég þorði að vona og sérstaklega ef það er skoðað í samhengi við verðið á henni. Skelin sem vélin kemur í er sterkleg viðkomu og virðist hún vera nokkuð vönduð. Ég prófaði að halda um hornin á henni og snéri uppá hana þá heyrði ég smá brak en miðað við stærð á tækinu, fyrri reynslu og verð þá var það innan þolanlegra marka.

 

evet1_10

 

Eve T1 er með Intel Bay Trail örgjörva (Z3735F) sem er fjórkjarna örgjafi og keyrir hann á 1.8 GHz. Þessi örgjörvi kerir stýrikerfið mjög létt og þau snertivænu Metro forrit sem ég prófaði en eina hikið (lagg) sem ég fann var á einstaka stað í nýja stillingarhamnum í Windows 8 (PC Settings). Ég náði svo sem ekki að pinna það niður á vissan valkost en þetta spillti smá upplifun minni.

Örgjörvin er samt það góður að upplifun var almennt jákvæð og mun betri en ég þorði að vona. Eve T1 er síðan með 2 GB af DDR3 vinnsluminni og innbyggðu 32GB af geymslurými en eftir að ég var búinn að samstilla póst (þrír EAS reikningar) og setja upp helstu forrit þá var ég með um 16GB laus. Það er reyndar kostur að vélin er með microSD rauf og styður minniskort allt að 128GB að stærð og er það gott til að geyma margmiðlunarefni, gott fyrir leiðsöguforrit og annað plássfrekt efni á.

 

Helstu stærðir

  • Hæð:  130 mm
  • Breydd:  216 mm
  • Þykkt:  9 mm
  • Þyngd:  395 gr

 

Þó svo að stýrikerfið sé bara hefðbundið PC stýrikerfi og keyri því öll forrit sem far- og borðtölvan keyra þá datt mér ekki í hug að prófa Photoshop eða sambærilegt á henni. Ég setti samt upp Steam og prófaði TF2 á henni með Bluetooth lyklaborði og mús, þetta virkaði en upplifun á svona litlum skjá var ekki góð. Leikir sem sóttir eru í Store (leikja- og forritamarkað Microsoft) virkuðu hinsvegar mjög vel enda snertivænir.

 

evet1_2

 

Á spjallborði hjá NeoWin sá ég að Eve T1 skoraði 14106 í Ice Storm Unlimited í 3DMark og í PC Benchmark var hún með CPU skor uppá 623.30, vinnsluminni prufu sem gaf 533.44 MB/s og skrifhraða á disk sem gaf 67.42 MB/s leshraða 156.10 MB/s.. Þetta eru ekki slæmar tölur en frekar tilgangslaust að spá og mikið í þeim á svona lítill vél að mínu mati  🙂

 

Tengimöguleikar

Eve T1 er með microUSB 2.0 porti neðst sem er notað til hleðslu en vélin getur notað sama USB hleðslutæki og flestir nota til að hlaða símtækin sín. Þetta USB er líka hægt að nota til að tengja við hana hefðbundin jarðartæki með tengiskotti. Vélin er líka með 3.5mm hljóðtengi, Bluetooth 4.0 og 802.11n þráðlaust netkort sem virkaði mjög vel í okkar prófunum.

 

evet1_6

 

Eve T1 er einnig með GPS sem eykur notagildið mjög mikið fyrir marga, en ég sé vélina fyrir mér sem frábæran kost í bílinn mögulega #DIY

 

 

Rafhlaða og lyklaborð

Eve T1 er með 4300 mAh rafhlöðu sem Eve Tech segir að gefi T1 um 11 tíma rafhlöðuendingu og er líklega hægt að færa rök fyrir þeirri tölu.  Ég nota vélina með skjábirtuna í botni og ég lenti aldrei í vandræðum með að ná um 8 tíma endingu við venjulega notkun. Það má segja að venjuleg notkun hjá mér með tæki af þessari stærð sé fyrst og fremst að horfa á myndbönd og bíómyndir, vafra á netinu eða fylgjast með Twitter.

Það er ekki auka lyklaborð sem fylgir með en vitanlega er hægt að tengja það og mögulega mús ef fólk vill með USB eða bluetooth en ég notaði þó nær eingöngu snertilyklaborðið (on-screen) enda er það mjög gott í Windows 8.

Hér má sjá muninn á fyrst tvískiptu lyklaborði þar sem maður heldur um vélina með báðum höndum og notar þumalputta til innsláttar og síðan að néðan er venjulegt lyklaborð sem eðlilegra er að nota með annari hendi.

 

kb

 

Þetta er fyrsta vélin þar sem ég nota tvískipta lyklaborðið sem fylgir með Windows 8 en stærðin gerir það að verkum að innsláttur er hraður og þægilegur með því.

 

 

Hljóð og mynd

Skjárinn á Eve T1 er 10 snertipunkta 8″ IPS LCD skjár með 1280 x 800 upplaus og er hann ágætur að flestu leiti. Dugar mjög vel í leiki, netvafrið og til að neyta margmiðlunarefnis og er texti og annað efni mjög skýrt og gott. Snertivirkni er góð og svörun með besta móti en vegna stærðarinnar er furðulegt og jafnvel vandræðalegt að reyna að nota gamla góða desktoppið á þessari vél, reynsla sem ég mæli ekki með. Það er samt hægt að stilla DPI scaling á vélinni (er default útúr kassanum) og stækka þannig texta og tákn á desktop sem gerir þessa reynslu mun ánægjulegri.

Heilt yfir þá er ég ánægður með skjáinn og sérstaklega ef ég hef verðið á vélinni í huga en helsta umkvörtun mín er samt að skjárinn mætti vera bjartari en hann er eiginlega of dimmur til að nota hann í mikilli birtu eða úti við.

 

evet1_9

 

Eve T1 er með einum hátalara efst á vélinni og er hann þokkalegur, dugar ágætlega til að horfa á bíómynd eða einstaka myndband en er mjög tóngrannur og frekar lágvær.

 

evet1_18

 

Eve T1 er með tveimur myndavélum og eru þær báðar þokkalegar í góðri birtu en það er ekkert flash á þeim. Fyrir ofan skjáinn (snýr að notenda) er 2 MP vél sem dugar ágætlega í myndsímtöl en varla í að taka selfies en síðan er 5 MP vél á bakhlið sem nýtist í myndatökur og hægt er að taka upp 1080p myndbönd @ 60fps.

Ýtreka samt að þær eru bara þokkalegar og gæðin í beinum takti við verðið á vélinni.

 

 

Margmiðlun

Eins og komið hefur fram þá virkaði allt efni sem ég prófaði á Eve T1 enda keyrir hún á venjulegu Windows stýrikerfi. Ég mappaði netdrif af netþjóni og spilaði HD myndir hikstalaust yfir WiFi og virkaði Netflix og HD Youtube myndbönd vel og eru líklega mest notuðu forritin ásamt Tweetium (Twitter) á þessari vél hjá mér.

Virkar allt mjög vel en líklega vegna stærðar þó er notagildið minna, allavega annað en á stærri spjald- eða fartölvu.

 

Hugbúnaður og samvirkni.

Allur hugbúnaður sem ég prófaði virkaði vel á Eve T1 og flest allt án teljandi vandræða. Þetta er eins fyrr hefur komið fram bara venjulegt Windows og því samvirkni með öðrum hugbúnaði og öðrum tölvum á heimilinu til fyrirmyndar.

Eins og venjulega setti ég inn Microsoft notendan minn þegar ég setti hana upp og við það afrituðust notenda stillingar, skjákvílur og desktop myndir strax á vélina ásamt því að ég fékk aðgang að gögnunum mínum á OneDrive. Talandi um OneDrive þá fékk Music forritið í Windows 8 nýlega uppfærslu og spilar nú allt margmilunar efni sem er á OneDrive beint og án vandræða. Það var því ánægjulegt að tengja Eve T1 við Bluetooth hátalara og spila tónlistina mína beint af OneDrive án þess að þurfa snúrur eða færa tónlistina á minniskort eða á vélina sjálfa.

 

evet1_7

 

Það fylgir árs leyfi að Office 365 Personal sem er heldur betur kjarabót fyrir þá sem kaupa sér þessa vél. Þessi pakki inniheldur til dæmis Word, Excel, PowerPoint, Outlook, OneNote, Publisher og Access og 1TB af OneDrive geymslurými ásamt 60 mínúndum af Skype á mánuði en þetta kostar í árskrift um 10 þúsund fyrir árið. Hér má sjá upplýsingar um þennan pakka.

Dreg það samt í efa að margir muni nota þessa vél til vinnu í Office forritunum, ég gerði það allavega lítið sem ekkert nema til að opna og skoða aðsend skjöl.

 

 

Niðurstaða

Niðurstaðan okkar er alltaf bland á milli því að meta vélbúnaðinn kalt og síðan reyna að meta hvort við mælum með því að lesendur okkar kaupi eða allavega skoði viðkomandi búnað betur. Við getum með sanni sagt að Eve T1 er mjög fín spjaldtölva, skemmtileg í notkun og það er líklega ekki erfitt að finna verri  og dýrari vél til að bera hana saman við.

Ég er yfirleitt með 6″ símtæki í vasanum og vegna þess þá er ég í vafa um hvort ég mundi kaupa mér þessa vél sjálfur, það munar bara of litlu á því sem ég get gert á símanum og aftur þessari spjaldtölvu. Heima við nota ég hana samt nokkuð mikið og í raun og veru meira en ég átti von á. En hvort ég tæki hana með mér í bakpokann á ferðalögum dreg ég í efa þar sem ég nota annað hvort 6″ símtækið eða 14″ fartölvuna mína. Þetta og hversu öflugir og stórir snjallsímar eru að verða í dag segir mér að það geti mögulega verið erfitt að selja svona 8″ spjaldtölvur, allavega notendum eins mér.

Eftir mánuð í prófunum hef ég samt skipt um skoðun og nota hana svo til daglega sem er mikið í miðað við hversu margar spjaldtölvur ég get venjulega valið úr. Ég reikna með að koma Eve T1 fyrir í bílnum til að sjá um margmiðlunarefni í ferðalögum fyrir krakkana eða mögulega bara sem leiðsöguvél (navigation), meira um það verkefni seinna.

Niðurstaðan mín er því sú að Eve T1 er mjög góð spjaldtölva og góð kaup ef vélbúnaður er skoðaður, gæði íhluta og samsetning á skel.

Ef þig vantar ódýra 8″ spjaldtölvu þá er Eve T1 góð kaup.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira