Windows 10

eftir Jón Ólafsson

Eins og margir vita þá er/var Windows 10 kynning hjá Microsoft í dag (21.01.2015) og þar kom margt spennandi fram enn við munum reyna að taka saman hér það sem okkur þótti merkilegt. Þeir sem vilja fylgjast með þessu í beinni geta farið á þessa vefsíðu og horft á streymið beint.

 

Uppfærslur úr Windows 7 og 8 uppí Windows 10 verða ókeypis fyrsta árið !!

 

Við skulum byrja á myndbandi þar sem Joe Belfiore fer yfir helstu kosti Windows 10

Terry Myerson byrjar kynninguna og talar um mikið feedback sem þeir hafa fengið í gegnum Windows Feedback prógramið sem Microsoft hefur lagt mikið uppúr en það voru 1.7 milljónir notenda sem settu þeir Windows 10 upp á rúmlega 3 milljóna tækja. Microsoft þakkar Windows Insiters kærlega fyrir þessar rúmlega 800 þúsund ábendingar sem komið hafa í gegnum prógrammið.

w1

Windows kemur til með að virka á tölvum, spjaldtölvum, símum, Xbox leikjatölvum o.s.frv. en þannig geta forritar útbúið til eitt universal forrit sem verður selt/boðið í sameiginlegri verslun (app store) og mun það virka á öllum Windows 10 tækjum.

Hvernig er hægt að láta vinnustaðinn/heimilið vinna sem eina heild?  Þetta er spurningar sem Microsoft velti fyrir sér þegar þeir hönnuðu Windows 10 vitandi að fyrirtæki og heimili nota mismunandi tæki sem keyra á mismunandi stýrikerfum.

Joe Belfore sýnir nú kosti Windows 10 en á build sem er ekki komið í dreyfingu

w2

Notendur fá gamla góða desktop aftur og start takkinn er kominn til að vera. Það verður hægt að stækka start takkann hjá þeim sem eru með snertitæki en það er val notenda hvernig þeir vilja hafa hann.

Cortana verður byggð inn í Windows 10 en Windows Phone notendur þekkja Cortana vel. Núna verður hægt að spyrja eða stimpla inn spurningar til hennar. Einfalt er að vekja hana með því að segja “Hey Cortana”. Cortana fylgist vitanlega bara með upplýsingum sem notandi hefur gefið leyfi til.

Metro forrit verður nú hægt að opna í glugga en ekki bara full screen þannig að einfalt er að multitaska

Windows 10 scalar sig á mismunandi skjástærðir og eru skilin við 8″ skjástærð.

Joe sýnir Universal forrit sem virkar á tölvu, spjaldtölvu og símtæki en hann byrjar á snertivænni útgáfu af Microsoft Office en þetta er útgáfa sem koma mun út fljótlega.

Hann sýnir einnig einfalt forrit eins og myndaforrit en sama forritið er gert fyrir símann, spjaldtölvuna og tölvuna. Forritið bara skalar sig misjafnlega á mismunandi skjástærðir.

Spartan vafrinn

Microsoft eru að klára nýjan vafra sem þeir kalla Spartan en það kann að vera vinnuheiti sem mögulega breytist. Þessi vafri mun koma í öll Windows 10 tæki en eins og er þá er hann bara tilbúinn í desktop útgáfu. Fólk notar vefinn helst til þess að lesa efni og því var það aðalhugsunin þegar vafrinn var hannaður en það er sérstakt lestrarviðmót þar sem hægt verður og einfalt verður að lesa án truflana. Einnig verður hægt að setja in favorite sem Sparta mun sjá um að hlaða niður þegar nýtt efni kemur og getur því notandi lesið greinina hvort hann sé nettengdur eða ekki.

w3

Cortana verður innbyggð inn í Spartan og getur því aðstaðað þegar verið er að leita að efni en einnig er hægt að gera margt sniðugt eins og hægri smella á orð og velja “ask Cortana” en þá mun Cortana fletta upp viðkomandi orði og útskýra hvað það þýðir.

Microsoft Surface HUB

Þetta er nýtt 84″ 4K tæki sem fyrirtæki/notendur geta notað sem samskiptatæki en þetta er mjög sniðugt fyrir fundarhöld, Skypefundi, sem töflu.

w5

Við mundum setja myndband hér seinna til að sýna þetta mun betur.

Microsoft HoloLens  

Er þetta annað Google Glass……  meira síðar en í stuttu máli þá geta notendur skoðað gögn (teikningar t.d.) í holograph

w7

Windows Phone

Windows Phone heitir nú Windows 10 (for Phone) og eru nú tilkynningar (notification) samstilltar milli tölvu, síma og spjaldtölvu þannig að það þarf ekki að margkvitta fyrir tilkynningar sem berast. Joe sýnir Windows 10 á Nokia Lumia 1520 og virðist það vera mjög smooth og flott.

Útlitið er gjörbreytt en grunnvirkni sem flestir þekkja heldur sér.

Símtækið á að virka svipað og tölvan þannig að notkun á síma og spjaldtölvu á að vera svipuð og á borðtölvunni.

Xbox

Windows 10 kemur vitanlega í Xbox líka en 50 milljón notenda munu nota Xbox Live í dag

w4

Xbox games forritið verður til á öllum Windows 10 tækjum en þar getur notandi haldið utanum allt sem gerist í leikjum, á spjalli eða í fréttaveitu Xbox Games. Það er þekkt að notendur eru að deila myndböndum af Xbox og á Xbox Live en Microsoft gera þetta nú virkt úr öllum leikjum hvort sem spilað er á Xbox eða af t.d. Steam.

Þeir sýna gríðarlegan mun á DirectX 11 og Dx12 en meðal annars mun Unity skipta yfir í DX12 sem opnar á mjög marga leiki í DX12.

Phil Spencer sýnir til dæmis hvernig hann getur séð vinkonu sýna verið að spila á Xbox One og hann getur spilað með henni (join) á Windows 10 tölvunni sinni.

Hann tilkynnir einnig stórfrétt en það verður hægt að streyma Xbox leikjum í hvaða Windows 10 tæki sem er og spila Xbox leiki þar.

ýtarefni má finna á Windows Blogginu

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira