Heim Microsoft Þarftu að láta strauja tölvuna þína?

Þarftu að láta strauja tölvuna þína?

eftir Gunnar Ingi Ómarsson

Það kemur oftar en ekki að þeim punkti að við þurfum að láta strauja tölvuna okkar, hvort það er vegna vírusar, spyware eða bara vegna þess að hún er orðin hæg af öðrum orsökum. Þetta kostar jú peninga eins og önnur þjónusta sem við þurfum oft á að halda, en hversu mikið? Upphæðin sem þetta kostar er misjafnlega há, eftir því hvar þetta er unnið (hver gerir þetta) og hversu mikill tími fer í þetta. Sumir einyrkjar taka svona verkefni að sér og ódýrast hef ég heyrt að menn séu að taka 5.000 krónur fyrir þetta og dýrast alveg rúmar 20.000 krónur, án þess að gefa upp til skatts. Þá er líka hægt að fara með tölvuna á viðurkennt verkstæði og þar með ertu að kaupa þjónustu af mönnum sem hafa oftar en ekki hafa fengið sérstak kennslu/þjálfun við þetta og eru þessu mjög vel kunnugir, því fylgir líka visst öryggi þó svo að það gæti verið dýrara.

Hvað getum við samt gert til að halda þessum kostnaði í lágmarki? Besta leiðin í þessu er að halda mögulegri vinnu í lágmarki. En hvernig er það gert? Stærsti aukatíminn sem fer í straujun er að koma gögnum notanda til hliðar á meðan vélin er straujuð og koma þeim svo aftur á vélina þegar búið er að græja tölvuna. Ef þú getur sjálf(ur) tekið gögnin og sett á flakkara, USB kubb, í skýið eða á DVD disk, þá ertu að spara þér pening með því að spara viðkomandi þjónustuaðila tíma. Sumir bjóða uppá að setja upp hugbúnað fyrir þig líka, sem er aukakostnaður oftast, sem þú getur þá líka sleppt til að halda kostnaði í lágmarki.

Mjög fljótlega munum við birta pistill þar sem farið er yfir einfaldar afritunaraðgerðir sem ættu að gagnast ykkur vel…

Vonandi eru þetta upplýsingar sem koma sér að notum fyrir einhverja þarna úti og þá líka einhvern skilning um ferlið og/eða kostnaðarliði í svona verkefnum.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira