Nú loksins er komið forrit frá Dropbox fyrir Windows 8 (metro) og Windows Phone en hingað til hafa notendur þurft að sættast á að nota forrit frá þriðja aðila. Dropbox sem er mjög vinsæl skýjahýsing og mikið notuð um allann heim tilkynntu um þetta í gær á blogginu sínu.

 

samanburður á skýlausnum

Þetta er universal app sem er í raun og vera sama forritið fyrir tölvu, spjaldtölvur og símtæki en það skalar sig misjafnlega eftir skjástærð. Með þessu geta forritarar gert eitt forrit og náð til milljóna notenda með einu og sama forritinu.

 

Smelltu hér til að sækja það á Windows 8, RT eða 10 tölvu

Smelltu hér til að sækja það fyrir Windows símtæki

 

Heimild: NeoWin og Dropbox

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir