Microsoft var að koma út með prufuútgáfu (Beta) af forriti sem heitir Gestures Beta en með því geta notendur stjórnað vissum aðgerðum án þess að snerta símtækið

Með því að smella á myndina hér að ofan er hægt að sjá æði spennandi kynningarmyndband frá Microsoft.

 

Með þessu forriti geta notendur

  • Svarað símtali með því að taka upp síman og leggja hann við eyrað
  • Slökkt á hljóðnema í símtali með því að leggja síman á hvolf  (með skjá niður)
  • Færa símtal á hátalara (speaker) með því að leggja símann frá sér með skjáinn upp
  • Slökkva á hringingu með því að snúa skjá niður.

 

Hægt er að sækja forritið hér og síðan nálgast frekari upplýsingar hér.

 

Ertu búinn að prófa þetta?

 

Skrifaðu nú skemmtilegar og jákvæðar athugasemd

athugasemdir