Heim ÝmislegtAndroid Hér geturðu sótt Xim, myndaforrit með aukavirkni

Hér geturðu sótt Xim, myndaforrit með aukavirkni

eftir Jón Ólafsson

Microsoft Research var að gefa út nýtt forrit sem heitir XIM en þetta gæti verið áhugavert að fylgjast með í framtíðinni. Við höfum svo sem ekki trú á því að þetta muni leysa af hólmi Instagram eða Snapchat en engu að síður áhugavert þar sem notagildið gæti hugnast fyrirtækjum líka.

 

Í mjög stuttu máli þá býrðu til “myndasafn” í Xim og síðan geturðu deilt þessum myndum með tengiliðum þínum og þú stjórnar því hvenær/hvernig þeir skima í gegnum myndirnar. Seinna mun koma stuðningur fyrir skjöl líka.

Má segja að þetta sé nútíma slideshow en í stað þess að vera með einn skjá sem allir horfa á þá eru viðtakendur með sýninguna í símtækjum sínum og skoða showið þar. Þetta forrit er til fyrir Windows Phone, iPhone og Android símtæki.

 

Kynningarmyndband

 

 

 

Ég spái því að við munum sjá þetta forrit þróast áfram því notagildið er til staðar. Sé fyrir mér fjarfundi eða fjarkennslu þar sem kennarinn/fundarstjóri ræður ferðinni og sýnir viðtakendum það sem hann vill á skjánum hjá viðtakanda.

 

Sæktu Xim fyrir Windows PhoneiPhoneAndroid

Meiri upplýsingar eru á getxim.com

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira